Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.03.1939, Page 58

Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.03.1939, Page 58
V AK A 2. árg. . Jan.-marz 1939 urlendi Evrópu án þess aö heyja stríð. Liebig á heiðurinn af að hafa sigrast á jarðveginum. Næsta skrefið var baráttan við veðrátt- una. Þar hafa einnig stórir sigrar unnizt, en hvernig? Maður en nefndur Gregor Men- del (1822—1884). Hann var þýzk- ur munkur og síðan ábóti í klaustri einu í Máhren (í Tékkíu). í klausturgarðinum starfaði hann í kyrrþey að arfgengisrannsókn- um og kynbótum jurta. Af rann- sóknum Mendels hefir vaxið upp víðtæk og harla nytsöm fræði- grein, erfðalögmálið. Með úrvali og kynblöndun hefir tekizt að framleiða nýjar tegundir, harð- gerðar og bráðþroska, sem bjóða veðráttunni birginn á nýjum vaxtarsvæðum. Svíar urðu fyrstir til að hefja tilraunir (í Svalöv) með bráð- þroska hveiti, sem þolir frostnæt- ur. Næstir komu Ameríkumenn. Þeir gerðu hrein töfrabrögð. M. a. rækta þeir kaktusa án þyrna, steinlausar sveskjur o. s. frv. Rússneskur garðyrkjumaður (J. V. Mitsjurin) hefir framleitt kál- tegundir, jarðarber og epli, sem ná þroska í Norður-Rússlandi, þar sem slík ræktun var áður tal- in útilokuð. í Þýzkalandi hefir verið unnið mjög að kynbótum og herðingu nytjajurta. Til þess að fá jarð- eplategund, sem þolir frost, var fengin tegund, sem vex hátt til fjalla í Suður-Ameríku og þrosk- ast því snemma sumars í Þýzka- 56 landi. En hún er mjög smávaxin og gefur litla uppskeru. Úr þessu er bætt með því að kynblanda henni við stórvaxnar þýzkar teg- undir. Þannig er fengin harðgerð, bráðþroska og væn jarðeplateg- und. Jöfnum höndum er unnið að því að framleiða jarðepli, sem eru ónæm fyrir jarðeplasjúkdómum, sem stundum hafa eyðilagt þriðj- ung allrar uppskeru í Þýzkalandi. Ásamt áburðar- og jarðvegs- efnafræði Liebigs má heita, að erfða- og kynbótafræði Mendels, veiti ótakmarkaða möguleika til þess að auka afrakstur jarðar- innar. Malthus og Mendel voru báðir kirkjunnar menn. En í stað þess að Malthus fordæmdi boðorðið: „Verið frjósöm —“ hefir Mendel gefið því byr í seglin: „Verið frjó- söm — og faðir vor á himnum mun gefa ykkur daglegt brauð — en vissulega með því skilyrði, að þið neytið þess í sveita ykkar and- litis! “ Framleiðendur og neytendur. Norðurálfan hefir í raun og veru aldrei fengið sig sadda af eigin kornframleiðslu. Á miðöld- unum var íbúatalan miklu lægri en nú, en jafnframt voru akur- lendi minni og uppskeran rýr. Hansakaupmenn fluttu hveiti frá Póllandi og Eystrasaltslöndunum til Þýzkalands, Englands og víðar. Hið aðflutta korn var því nær eingöngu hveiti. Flutningar voru mjög dýrir og áhættusamir. Það borgaði sig því varla að flytja

x

Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál
https://timarit.is/publication/1746

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.