Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.03.1939, Side 74

Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.03.1939, Side 74
VAKA 2. árg. . Jan.-marz 1939 Yuan hóf tafarlaust mál sitt. „Faðir minn, mér er boðið að koma tafarlaust til höfuðborgar- innar. Ég get ekki frestað því lengur en til morguns. Ég verð að leggja af stað í dögun í fyrra- málið.. Mér þykir það leitt, ég hafði hugsað mér að dvelja hjá ykkur í heilan mánuð. En utan- ríkismál.... “ Yuan hikaði. „Já, já,“ sagði gamli maðurinn. Hann var ekki alveg búinn að jafna sig eftir svefninn. „Utan- ríkismál?" endurtók hann. Það orð hafði hann aldrei heyrt áður. „Við ókunn lönd,“ sagði Yuan. „Þú ætlar þó ekki aftur til ó- kunnra landa?“ hrópaði gamli maðurinn örvinglaður. Ungi maðurinn leyndi óþolin- mæði sinni. „Nei, nei,“ sagði hann. „En það er hætta á stríði við landið fyrir norðan okkur. Það er þörf fyrir mína starfskrafta.“ Gamli maðurin var nú staðinn á fætur. Hann var dálítið óstyrk- ur á fótunum og studdi sig því við armlegg sonar síns. „Ojæja, jæja, ef þú verður að fara, þá verður auðvitað svo að vera. En skiptu þér ekki af stríð- inu, sonur minn, það er ekki nema fyrir ruddalegt og ómenntað fólk.“ „Nei, faðir minn,“ svaraði Yu- an, en á andliti hans mátti sjá vott óþolinmæði. Konu sinni gaf Yuan engar skýringar. Hún var kona og þessvegna ekki líkleg til að skilja neitt, sem lá utan veggja heimilisins. En hann var vin- 72 gjarnlegur í viðmóti, þegar hann sagði við hana: „Mér þykir mjög leitt að geta ekki dvalið þennan mánuð heima, eins og fyrirhugað var. Ég hefi naumast séð börn mín, en ef til vill get ég verið lengi heima um nýárs- leytið. í dögun í fyrramálið verð ég að fara að heiman.“ Kona hans svaraði engu. Yuan var í kveðjuheimsókn hjá vinum sínum um kvöldið og kom ekki heim fyrr en mjög var áliðið. hans var þá enn á fótum, því að skylda eiginkonunnar er að bíða heimkomu manns síns. Yuan varð næstum bilt við, þegar hann sá konu sína standa hreyfingarlausa í illa lýstu her- berginu. „Oh,“ sagði hann, „ég vissi ekki .... þú hefðir ekki átt að bíða.“ Svo kastaði hann sér niður í stól. Hann var rjóður í andliti og ör af veizlugleðinni. „Þetta hefir verið dásamlegt kvöld,“ sagði hann. „Allir skólafélagar mínir voru samankomnir í tilefni af brottför minni, sumir langt að komnir. Einhverjir þeirra hafa áreiðanlega komið af því að þeir hafa frétt, að ég hafi fengið góða stöðu í höfuðborginni. Og þeir ætlast auðvitað til að ég hjálpi þeim eitt- hvað. En við sjáum nú til! Ég hjálpa engum, sem ekki getur hjálpað mér aftur.“ Hann geisp- aði og teygði úr handleggjunum. „En hvað ég er syfjaður! Og svo þarf ég á fætur í dögun! í öllum bænum, bíddu ekki lengur. Ég

x

Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál
https://timarit.is/publication/1746

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.