Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.03.1939, Síða 82

Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.03.1939, Síða 82
VAKA 2. árg. . Jan.-viarz 1939 hina hættulega stéttabaráttu, flokk, sem ber alla einstaklinga þjóðarinnar jafnt fyrir brjósti. Sá flokkur myndi líta með velþóknun til þeirra, sem í raun og veru draga björgina í bú þjóðarinnar, en byggja ekki afkomu sína á því, að hrifsa af þeim, sem einhvers hafa aflað. Jónas Jónasson. Fyrirspurn TTAKA biður alla lesendur sína að svara ’ eftirfarandi fyrirspum: Teljið þér ástœðu til og óskið þér eftir, að Vaka flytji greinaflokka um hreinlœti, snyrtingu og háttprýði; um líffrœði og heilsuvernd, og um matar- œði? Svörin óskast send ritstjóra Vöku sem allra fyrst eftir útkomu þessa heftis. Það er einnig mjög æskilegt, að les- endurnir segi álit sitt á ritinu um leið og þeim svara fyrirspurninni. Og það er fastlega til þess mælzt af ritsins hálfu, að sagt sé til um það, sem aflaga þykir fara um útgáfu og ritstjórn Vöku. Itréf til Vöku og' Vökuiuauna T/"aka, málgagn íslenzkra Vökumanna! Mig langar til að senda þér línu og þakka þér þann fróðleik og ánægju, sem þú hefir veitt mér. — Og um leið og ég læt í ljósi ánægju mína yfir því efni, sem þú hefir flutt til þessa, vil ég benda á eitt mál, sem þú átt að láta til þín taka. Það er áfengismálið. Áfengisbölið er mesta mein íslenzku þjóðarinnar. Árlega ver þjóðin fé, sem skiptir miljónum króna, til kaupa á áfengi, og leiðir með því yfir sig böl, sem engin orð fá lýst. Við sjáum margan heimilisföðurinn liggja ósjálfbjarga og hjálparvana fjarri heimili sínu, eftir of- nautn áfengra drykkja. Áfengið hefir hann e. t. v. keypt fyrir sinn síðasta eyri, samtímis því, sem heimili hans er bjargarlaust og konu hans og börn skortir helztu lífsnauðsynjar. Þetta mál á Vaka að láta til sín taka. Og Vökumenn eiga að leggja mikla 80 áherzlu á baráttuna gegn áfenginu. Þeir eiga að taka höndum saman við þau ungmennafélög, sem markvíst vinna að útrýmingu áfengisins. Við, sem stöndum utan við félagsskap Vöku- manna.erum fús til að leggja það liðsinni, er við megum. Og ef allar hendur, sem vilja vinna að þessu nauðsynjamáli, vinna einhuga, mun okkur áreiðanlega takast að steypa Bakkusi konungi af stóli. Vökumenn! Eg færi ykkur mínar beztu og hugheilustu árnaðaróskir. Þróttmikil æska hyllir stefnu ykkar og starf, sem mótað er fögrum og þýðingarmiklum hugsjónum. Alexander Jóhannsson. Fundni' að Laugarvatni y t augardaginn 11. febr. fóru þeir Ingi- mar Jónsson skólastjóri, Jónas Jóns- son skólastjóri og Pétur Ottesen al- þingismaður austur að Laugarvatni og héldu þar fund á vegum Vökumanna- hreyfingarinnar um kvöldið. Sátu fund- inn á þriðja hundrað manns úr skólan- um og sveitinni. Ingimar talaði um hættuna af of- beldisflokkunum, sem leynt og ljóst græfu undan frelsi og sjálfstæði íslend- inga. Pétur um lokaþátt frelsisbaráttu íslendinga og áfengisbölið, sem stefndi framtíð þjóðarinnar í voða. Jónas sýndi fram á, að þótt leiðir þjóðhollra íslend- inga skildust um margt, hlytu þeir þó að sameinast um vemdun sjálfstæðis og mannréttinda þjóðinni til handa, til þess að viðhalda hreysti, heilbrigði og heiðri þjóðarinnar og til þess að skapa hér sterkt og heilbrigt þjóðlíf. Ræðumönnunum var öllum tekið hið bezta og góður rómur gerður að máli þeirra. Munu allir vera á einu máli um, að för þessara þriggja manna sýni vax- andi skilning meðal leiðandi manna í lýðræðisflokkunum þremur um nauð- syn þess, að allir lýðræðissinnar taki höndum saman til þess að varðveita sín helgustu réttindi og vera á verði gegn utan að komandi hættu.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál
https://timarit.is/publication/1746

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.