Borgfirðingabók - 01.12.2004, Side 25
Borgfirðingabók 2004
23
vitjunarbókina álit sitt um kunnáttu hvers barns í skript og
reikningi, sem og um hæfilegleika þess til bóknáms . .
Forvitnilegt er að athuga hvernig þessi skrifræðisskylda birt-
ist í framkvæmd í sóknarmannatölum (húsvitjunarbókum)
samtímans. Hér má enn nota Reykholtssókn sem dæmi. A
þessn tímabili var sóknarmannatalið raunar fært mjög óreglu-
lega. Sr. Þórður Þ. Jónassen, sem þjónaði á árunum 1872-1884,
virðist hafa vanrækt færslur eftir 1875, en þær hefjast aftur með
sr. Guðmundi Helgasyni 1885. Sýnishorn birtist á mynd 2.
Ekki leynir sér að skráningin er verulega mikið breytt frá tíð
sr. Þorleifs Bjarnasonar 130 árum fyrr. Mestu veldur hér um að
hætt er að gefa fullorðnum vitnisburð um kunnáttu og miklu
minna er lagt upp úr þekkingu í kristnum fræðum. Horfinn er
sérstakur dálkur fyrir vitnisburð um það sem menn kunna um-
fram kverið af sálmaversum og bænunr; þá er siðferðilegu mati
varðandi framferði sleppt með öllu. Aftur á móti hafa nú bæst
við tveir dálkar, íyrir kunnáttu í hinum nýju kennslugreinum
sem farið var að krefjast til fermingar, þ.e. í skrift og reikningi.
Þótt Kristín Olafsdóttir á Sturlu-Reykjum sé orðin 16 ára og þar
af leiðandi fermd, fær hún vitnisburð í skrift (,,allvel“) og í
reikningi; aftur á móti segir ekkert um kunnáttu hennar í trú-
arbrögðum (kristinfræði). En systkini hennar ófermd, Stein-
unn 13 ára og Kristján 9 ára, eru sögð hafa lært „H. út“ (þ.e.
„Helgakver“ til enda)xx og skrifa sæmilega eftir aldri. I reikn-
ingi virðast þau systkinin aðeins hafa náð tökum á samlagningu
og prestur hefur ekki séð ástæðu til að gera mun á kunnáttu
þeirra í hinum nýju skyldunámsgreinum.
Vísast hefur kunnáttu barna í hinum veraldlegu greinum
enn verið æði takmörkuð; en með hliðsjón af menntunar-
ástandinu, eins og það var fyrir gildistöku laganna 1880, er þó
ljóst að mjór var mikils vísir. I þessu sambandi er freistandi að
grípa til vitnisburðar Kristleifs Þorsteinssonar, í ritgerðinni ,A1-
þýðumenntun“:
Fram til 1870 voru fá fermingarbörn skrifandi, svo að heit-
ið gæti. Eftir fermingaraldur fóru flestir námfúsir piltar að
hafa einhver ráð með að draga til stafs. Voru ritföng þá af
miklum vanefnum . . . Þótt lærdónrsleiðin væri svona tor-
sótt hjá karlmönnum alla 19. öldina, að undanskildum