Borgfirðingabók - 01.12.2004, Page 152
150
Borgfirdingabók 2004
pípuhatti og öllu tilheyrandi. Mér þótti vænt um þetta og skemmti mér
prýðilega á sviðinu. “
Eins og kemur fram í bréfkafla frá Guðmundi Sigurðssyni
skólastjóra sem fylgir hér á eftir var Freyja um áratugaskeið
leiðbeinandi við árshátíðir Grunnskólans. Því þótti til heyra að
spyrja hana örlítið út í þetta starf.
„Þetta er það sem ég hef haft einna mesta ánægju af. Það var bæði
gaman og gefandi að vinna með unglingunum að finna áhuga þeir-
ra og styðja þau til að koma hlutverkum sínum þannig til skila að
bæði þau sjálf og þeir sem á sýningarnar horjðu hejðu ánægju af. Það
var skemmtilegt að fylgjast með hvernig þau efldust öll og sjálfstraust-
ið óx, þegar þau fundu að þau náðu tökum á verkefninu oggátu skil-
að þvífrá sér skýrt og skilmerkilega. Eg man eftir dreng sem talið var
vafasamt að þýddi að hafa með í sýningu vegna þess hve illa hann
var lesandi og mundi því ekki geta lœrt textann. Eg stóð fast á að
hann yrði með og viti menn. Hann átti góða ömmu, sem las með hon-
um og hann var fyrstur allra til að læra rulluna sína, enda var hann
greindur og minnugur ogskilaði henni með sóma. Ég var töluvert upþ
með mér af því hve vel hann stóð sig. Og það get ég sagt þér, að hafi
unglingarnir lært eitthvað af mér, þá lcerði ég ekki minna af þeim og
ég á margar góðar og Ijúfar minningar frá starjinu með grunnskó-
launglingunum Starjið var goldið með hlýju þeirra og vinsemd og oft
fékk ég einnig þakklœti frá foreldrum. “
Tírninn var fljótur að líða í félagsskap þeirra Freyju og Ragn-
heiðar og í tali þeirra og upprifjun liðins tíma kom skýrt fram
hversu hugstæð leikstarfsemin er þeim, enda var fjöldi og fjöl-
breytileiki þeirra sýninga er þær minntust á og höfðu komið að
mikill og margra íbúa í Borgarnesi, eldri og yngri, minntust
þær fyrir þátttöku í leikstarfinu. Þegar gengið var út í vorregn-
ið var sú hugsun ofarlega í huga, að þarna væri um að ræða
merkan þátt úr sögu kauptúnsins í Borgarnesi, sannarlega þess
verðan, að hann væri kannaður frekar og staðreyndir hans
skráðar.
Snorri Þorsteinsson