Borgfirðingabók - 01.12.2004, Blaðsíða 122
120
Borgfirdingabók 2004
með þeim á Sparidaga á Hótel Örk og sótt með þeim þorra-
blót. Tekið var á móti hópi aldraðra Skagfirðinga 18. ágúst
2003, en Gerðubergshóp aldraðra úr Reykjavík 10. mars í ár,
sem skemmti sér og okkur í Logalandi.
Að sumrinu eru farnar skemmtiferðir. Síðastliðið sumar var
farin dagsferð í Dali og á Snæfellsnes. Farið að Eiríksstöðum í
Haukadal að skoða tilgátubæinn þar. Þar tók ferðamálafulltrúi
Dalabyggðar vel á móti okkur og fylgdi okkur síðan að Laugum
í Sælingsdal með viðkomu í mjólkurbúinu í Búðardal. Var það
myndarfyrirtæki skoðað við góðar viðtökur og leiðsögn Sigurð-
ar R. Friðjónssonar samlagsstjóra og starfsliðs hans. Síðan hald-
ið í Stykkishólm. Þar sýndi Sturla Böðvarsson bæinn, en síðast
var skoðuð sjúkrahússkapella Fransiskussystra. Næst var Bjarn-
arhöfn sótt heim, skoðuð hin fornmerka bændakirkja þar og
smakkað á hákarli og öðru hnossgæti og hlýtt á frásagnarsnill-
inginn Hildibrand Bjarnason. Loks ekið út í Staðarsveit í kvöld-
verð á Langaholti. Veðrið gott og ferðin ánægjuleg í alla staði.
- Þá var þegin boðsferð Orkuveitu Reykjavíkur í Gvendar-
brunna og Nesjávelli 20. ágúst 2003.
Félagið hefur um árabil unnið að því að endurskoða ör-
nefnaskrár á félagssvæðinu fyrir Örnefnastofnun, brýna úr
þeim skörðin og endurgera þær svo að hægara sé ókunnugum
að átta sig á afstöðu og staðsetningu örnefna. Því var haldið
áfram á árinu þó hægt miði. Lætur nærri að lokið sé að fara
yfir helming örnefnaskráa á félagssvæðinu.
2003 réðst félagið í að setja upp sýningu í Reykholti, sem
fékk heitið „Munir, myndir og minningar FAB“ og stóð 17,- 27.
apríl. Safnað var saman fjölda muna, sem voru notaðir utan-
húss og innan á yngri árum félagsmanna og eru nú flestir falln-
ir úr notkun en eru enn í fórum félagsmanna, allt frá skónál-
um upp í plóg. Ekki var sízt fengur að safni ljósmynda Bjarna
heitins Arnasonar á Brennistöðum, sem varðveitt er þar á bæ
og lýsir mörgu frá fyrri hluta 20. aldar betur en gert verður
með orðum. Sýningin var í sjö deildum, en í anddyri var selt
handverk félagsmanna. Margar hendur unnu létt verk við söfn-
un og uppsetningu, eftirlit og leiðsögn. Dag hvern leiklásu fé-
lagar undir stjórn Þorvaldar í Brekkukoti stutta kafla úr leikrit-
um sem sýnd hafa verið í héraði á liðnum árum. Skólabörn
fluttu ljóð dagsins að eigin vali. Aðsókn var prýðileg, yfir 1000