Borgfirðingabók - 01.12.2004, Page 151
Borgfirdingabók 2004
149
Frá sýningu Grunnskóla Borgarness á Imyndunarveikinni eftir Moliere
1978, erFreyja stýrði. Talið f. u: Ingimar Ingason, Stefnir Þór Kristinsson,
Alda Arnadóttir, Sigurður Ingi Guðmundsson, Jóna Dís Bragadóttir og
Guðmundur Olafsson.
Þú hélst lengi út að vera með í leiksýningum. Hvenær kom-
stu síðast á svið?
„Síðasta sýning sem ég hafði hlutverk í var leikárið 1969 - 1970.
Þá var sýnt Rjúkandi ráð eftir „Pír Ó. Man“ en hak við það dul-
nefni voru þeir brœður, Jónas ogjón Múli og Stefán Jónsson fréttamað-
ur. Það var á sýningu sem við vorum með í Hlégarði að höfundar-
leyndarmáið var gert uppskátt og ég man vel hvað Stefán var undr-
andi og nœstum eins og feiminn að vera kallaður á svið. “
Með þessu er nú ekki öll sagan sögð. Þú varst með í Dúfna-
veislunni.
„Já og það er nú svolítil saga að segja frá því. Eðlilega urðu kyn-
slóðaskipti í leikdeildinni og þar kom inn ungt fólk með ný viðhorf og
hér voru settar upp ýmsar framúrstefnulegar sýningar, sem fólk hafði
skiptar skoðanir um. Haustið 1983 var ákveðið að sýna Dúfnaveisl-
una eftir Halldór Laxness og þá vildi unga fólkið að nokkrir af þeim
eldri sem lengi höjðu tekið þátt í leikstarji væru þar með í hlutverkum
veislugesta. Við vorum þrjú, Hermann Búason, sem var að mig minn-
irfyrsti formaður leiknefndar Skallagríms, Friðjón Sveinbjörnsson sem
lengi hajði verið öflugur liðsmaður leikstarfsins og ég, sem vorum
þarna með, öll uppábúin í okkar fínasta pússi, síðkjól, kjólfötum,