Borgfirðingabók - 01.12.2004, Side 147
Borg/irdingabók 2004
145
Leikendur í Deleríum Búbónis, f. v.: Þórbur Magnússon, Sigríbur
Hédinsdóttir, Jón Kr. Gubmundsson, Jónas Árnason, Freyja Bjarnadóttir,
Hilmir Jóhannesson, Geir Björnsson, Þórhildur Loftsdóttir og Friðjón
Sveinbjörnsson.
þjónuöu frá þremur til tíu bæjum hver og voru opnar til af-
greiðslu tvo til fjóra klukkutíma á dag.
En Freyja lifði tvöföldu lífí. Eftir vinnutíma lagði hún gjarna
leið sína í skólann eða samkomuhúsið og þar vann hún langt
fram á kvöld við leikæfingar, leikstjórn og annað, sem slíkum
undirbúningi fylgir. Þegar fullæft var, tóku sýningar við. Þetta
var sú Freyja, sem unglingar og aðrir er sjaldan komu á sím-
stöðina kynntust og mátti með sanni segja, að sú Freyja hafi
verið talsvert ólíkindatól, svo mörg voru gervin er hún sýndi og
fjölbreyttir persónuleikar sem hún túlkaði og gæddi sterku lífi
á sviðinu. Auk þess að leika, var hún árum saman í leiknefnd
Ungmennafélagsins Skallagríms og oft formaður hennar og
því lenti á hennar herðum stór hluti af öllu því umstangi er
undirbúningi leiksýningar fylgir.
Spyrill lagði leið sína heim til Freyju eitt síðdegi nú í vor til
þess að forvitnast um þennan þátt ævi hennar og hitti fyrir
ásamt henni vinkonu hennar, Ragnheiði Asmundsdóttur, sem
er einna fróðust núlifandi Borgnesinga um leikstarf á liðnum
áratugum og var Freyju innan handar að leita og lesa úr ýms-