Borgfirðingabók - 01.12.2004, Síða 79
Borgfirdingabók 2004
77
ræða, 16 meira eða minna opinberar byggingar og 12 útihúsa-
samstæður. I þessu eru stórbyggingar svo sem eins og skólarn-
ir, læknisbústaðir, samkomuhús, sláturhús og verzlunarhús.
Reyndar eru sum íbúðarhúsin líka stórhýsi. Við þessa verkefna-
skrá mætti svo enn bæta því - og sem mér er persónulega kunn-
ugt um - að Kristján hefur mörgum leiðbeint um byggingar,
þótt hann hafi ekki unnið að þeim sjálfur. Meðal annars gert
teikningar að íbúðarhúsum, sem hafa staðist breytingalítið eða
breytingalaust gagnrýni Teiknistofu landbúnaðarins."
Hér lýkur tilvitnun í ræðu Andrésar Eyjólfssonar.
Við þetta má svo bæta því að forstöðu stórra bygginga fylgdi
verulegt bókhald, sem sjaldnast var greitt sérstaklega fýrir en
kostaði mikla vinnu. Þuríður yngsta dóttir Kristjáns segir að sér
sé ríkt í minni hversu illa henni þótti varið tveim dögum í jóla-
leyfí er hún eyddi til að aðstoða föður sinn við að finna
tveggja aura skekkju í bókhaldinu.
Kristján Franklín Björnsson var fœddur á Svarjhóli í Staf-
lioltstungum 29. felmíar 1884. Foreldrar hans voru Þurídur Jónsdótt-
ir og Björn Asmundsson bóndi á Svarfhóli.
Kristján nam húsasmíði hjá Sigurði Einarssyni í Bakkakoti og
hajði meistarabréf í greininni. Hann var bóndi á Bjargarsteini 1910
-1912 ogá Steinum frá 1912 til dauðadags.
Hann var hreppstjóri Stafholtstungnahrepps 1922 til 1962, var í
hreppsnefnd, sat í sýslunefnd Mýrasjslu 1935 til 1958 og íjarðamats-
nefnd 1916 til 1940.
Kristján fékkst við frœðistörf og skrifaði í Héraðssögu Borgarfjarðar
greinar gott yfirlit um próun húsagerðar í héraðinu frá 1880 til 1938.
Kona Kristjáns var Rannveig Oddsdóttir frá Steinum. Þau eignuðust
fimm börn, Málfriði er gift var Finni Jónssyni vélstjóra frá Norðfirði,
Odd bónda á Steinum, Kristínu er gift var Axel Olafssyni bónda í
Bakkakoti, Björn trésmið og kennara í Reykjavík og Þuriði prófessor
við Kennaraháskóla lslands.
Kristján lést 19. apríl 1962.