Borgfirðingabók - 01.12.2004, Qupperneq 21
Borgfirdingabók 2004
19
Kirkjuleg heimafrœðsla
Kirkjuleg heimfræðsla byggðist á gagnkvæmu samspili sókn-
arprests og foreldra, kirkju og heimilis. Heimilisfólk sótti
kirkju á helgum dögum og sóknarprestur kom í húsvitjun
a.m.k. einu sinni á ári. Hér var presturinn vitaskuld í hlutverki
eftirlitsmannsins. Aþreifanlegustu leifar þessa samspils og eftir-
lits eru sálnaregistrin eða húsvitjunarbækurnar sem fyrirmæli
voru fyrst gefin um að færa árið 1746, með Forordningu um hús-
vitjanir."- Sama ár var Tilskipan um hús-agann birt að undirlagi
hins konunglega píetíska erindreka, Ludvigs Harboes.
I húsvitjunartilskipuninni, 21. gr., var öllum sóknarprestum
uppálagt að færa yfir söfnuðinn „eitt manntals registur uppá
gamla og unga, gifta og ógifta og í því sama í vissum dálkum
innfæra eins og sérhvers tilstand og ásigkomulag, hvaða grund-
völl þeir hafa í sínum krisdndómi, hvört þeir kunni að lesa á
bók eður ei, hvað mörg börn og hjú þeir hafi, þeirra þekking
og framferði . . . hvaða bók þar brúkast til daglegs húslesturs
og guðhræðslunnar iðkunar . .
Elsta húsvitjunarbók (sóknarmannatal) í Borgarfirði sem
varðveist hefur er frá Reykholti.xii Byrjað var að færa hana í nóv-
ember árið 1754. Ekki kemur á óvart að Reykholt, hið gróna
fræða- og stjórnsýslusetur, skuli skáka öðrum prestaköllum hér-
aðsins í þessu efni. Minna má á í þessu sambandi að elsta varð-
veitta prestsþjónustubók landsins er komin frá Reykholti; hana
færði sr. Halldór Jónsson, faðir Jóns Halldórssonar í Hítardal
og afi Finns Jónssonar biskups. Það var einmitt eftirmaður
Finns sem sóknarprests í Reykholti, sr. Þorleifur Bjarnason,
sem færði umrædda húsvitjunarbók. Hafi Finnur á annað borð
fært húsvitjunarbók, áður en hann brá kalli og gerðist biskup í
Skálholti 1753, þá er víst að hún hefur ekki varðveist.
Að tvennu leyti er Reykholtsbók sr. Þorleifs einstök meðal
sálnaregistra 18. aldar. I fyrsta lagi er hún í foliobroti, en ekki
quarto, eins og vanalegt var; þetta stóra brot býður upp á ein-
staklega ítarlegar færslur. I öðru lagi er bókin færð reglulega,
frá ári til árs, yfir 25 ára tímabil, 1754-1778. Síðan kemur eyða,
en gloppóttar færslur eru fyrir árin 1781-1783. Sr. Þorleifur féll
frá árið 1783.
Sem sýnishorn skal hér birt ein síða úr bókinni frá því í nóv-