Borgfirðingabók - 01.12.2004, Page 145
Borgfirdingabók 2004
143
heldur en ekki tíl þegar hann rekst á skínandi perlur. Ljóðið
Heibin (bls. 42) er meistaraverk í hnotskurn:
Arnarvatnsheiðin
fullt af frelsi og kvaki.
Hestur, hálfurpeli,
og hamingjan sjálf
á baki.
Öll skáld yrkja breytilega, stundum af sársauka eða einlægri
gleði, en stundum líka í hálfkæringi, eða þau yrkja gróf gam-
anmál til að skemmta rustalegum lýð. Næstsíðasta ljóð bókar-
innar er líkast til dæmi um hið síðastnefnda og á að mínum
dómi varla heima innan um góðan skáldskap. Slíkur kveðskap-
ur er best geymdur í skúffu. En um góðan skáldskap eru mörg
önnur dæmi í Hugleiðum en þau sem hér hafa verið nefnd.
Nokkur þýdd kvæði eru í bókinni, en ég hliðra mér hjá að
taka afstöðu til þeirra. Ef ég ætti t.d. að fara að fjalla um Ham-
ingjudag Svantes eftir Benny Andersen þyrfti ég til þess alllanga
grein.
Til er það að menn gera mun á skáldum eftir því hvort þau
hafa skáldskap að meginviðfangsefni, eru atvinnumenn í
greininni, eða yrkja sér til hugarhægðar, og hefur höfundi
Hugleiða verið skipað í hinn síðari hópinn (Sjá ritdóm Erlends
Jónssonar í Morgunblaðinu 3. janúar sl., bls. 27) Slík skipting
er að mínu viti ótæk. Margir hafa náð góðum þroska í skáld-
skap í hjáverkum, bæði bundnu máli og óbundnu, sumir með-
fram brauðstriti. Um ljóðagerð á það sérstaklega við að fæstum
mun hún geta orðið samfelld iðja. Sá sem tekur þá ákvöðun að
gefa út skáldskap sinn verður að sæta því að verða veginn og
metinn sem önnur skáld. Elann getur ekki borið fyrir sig að
hann sé bara að yrkja sér tíl hugarhægðar. Höfundur Hugleiða
þarf svo sem ekki að bera slíkt fyrir sig. I bókinni er marktæk-
ur skáldskapur. Það er ekki á hverju ári sem slík bók kemur út
í því skáldskaparhéraði sem sumir halda að Borgarfjörður sé.
FTH