Borgfirðingabók - 01.12.2004, Page 74
72
Borgfirdingabók 2004
dóttur. Jeg átti að læra þar á orgel hjá Runólfi, en hann hafði
lært hjá Jónasi Helgasyni. Þar var jeg samtals í 9 vikur, fór tvis-
var heim og var alkominn heim áður en vorverk byrjuðu.
A þessum tíma lærði jeg að spila flest lögin úr kirkjusöngs-
bókinni og eitthvað af lögum úr Jónasarheftunum. Þegar jeg
kom að Síðumúla var jeg langt kominn að spila þýskan skóla
hjá föður mínum. Við æfmguna í Síðumúla sat jeg inni í upp-
hitaðri stofu og húsfreyjan var oftast inni hjá mér og spann á
rokkinn sinn og söng oft með mjer eftir að jeg var farinn að
geta spilað lögin og var hún þá ánægjuleg á svipinn.
Skömmu áður en jeg fór alfarinn heim kom sr. Magnús
Andrjesson próf. á Gilsbakka til að messa þegar Runólfur var
ekki heima. Honum þótti lakar að hann var ekki heima, en
Helga sagðist hafa hjer organista sem hún gæti látið spila. Hún
náði þá í mig upp á lofti og sagði mjer hvað jeg ætti að gera.
Jeg hafði fyrst á móti því, en þegar hún lofaði að sitja hjá mjer
og leiðbeina mjer, þá Ijet jeg tilleiðast og lagði út í þetta verk.
Þarna var mikill söngur tvíraddaður, en jeg held jeg hafi þó
ekki tekið feilnótur. Eftir að messunni var lokið komu til mín
orð frá sr. Magnúsi að koma og finna sig. Þegar jeg kom inn til
hans stóð hann upp frá borðinu til að þakka mjer fyrir aðstoð-
ina með fögrum orðum og kallaði mig „snillinginn sinn.“ Það
þótti mjer vera mikið lof og þykir enn.
Með þetta í huga hef jeg víst verið þegar jeg spilaði við
hjónavígsluna í Stafholtskirkju þá um haustið og alltaf síðan
þegar jeg hef komist í þetta indæla starf. Jeg hef oftast síðan
spilað í kirkjum oftast í Stafholti eða Borg, en stundum í þeim
báðum.
Faðir minn sál. var ágætur söngmaður. Hann var orðinn 40
ára og mjög lúinn þegar hann keypti sjer orgel og fjekk Runólf
í Síðumúla til að kenna sjer á það. Jón sál. í Galtarholti fjekk
sjer líka orgel og kom með það vestur að Valbjarnarvöllum til
að njóta tilsagnar Runólfs.
Móðir mín sál. unni mjög sönglist.
Afi minn, Guðm(undur) í Stangarholti, heyrði mig spila
þegar hann kom einu sinni að Valbjarnarvöllum. Jeg man að
hann sagði að þetta væri fögur list en mögur.
Þegar jeg var í skóla Sigurðar Þórólfssonar í Búðardal og