Borgfirðingabók - 01.12.2004, Blaðsíða 75
Borgfirdingabók 2004
73
Hjarðarholti 1903-1904 þá var jeg notaður til að spila danslög
á orgel fyrir skólann. Eftir það fjekk jeg mjer dansnótur og var
fenginn til að spila fyrir dansi hjer í Borgarnesi, Hvanneyri og
víðar.
Þetta stoppaði hjá mjer eftir að íbúðarhúsið okkar brann
1934 með öllu sem í því var. Konan mín lá þá á spítala í Reykja-
vík og sonurinn líka, en jeg var við jarðarför niðri á Borg.
Jeg tók við búskap á Valbjarnarvöllum 1915 og giftist 19.
febrúar 1916 og Guðrún og Valbjörg líka*. Jeg var kosinn í
hreppsnefnd 1931 og þá strax oddviti og var við það í 8 ár.
1932 var jeg skipaður hreppstjóri. Þegar faðir minn sál. sagði
því starfi af sjer þá vildi hann benda á mig til þess, en það vildi
jeg með engu móti, því jeg hjelt að það væri svo óvinsælt starf,
en jeg álít nú að það sje ekki og er þjer kunnugt um það frá 70
ára afmæli mínu. 1941 tóku þau tengdasonur minn og dóttir-
in við búrekstrinum á Valbjarnarvöllum og við hjónin höfum
verið hjá þeim síðan við mikla vellíðan.
Jeg var um tíma 1908 norður á Borðeyri að segja ungu fólki
til með orgelspil og síðan hafa oft verið hjá mjer nemendur við
það. Meðal þeirra sem best hafa komið sjer áfram í því eru þau
frú Stefanía Þorbjarnardóttir í Borgarnesi og Ki istófer í Galtar-
holti.
Eftir að hann fór að spila á fiðlu vorum við oft saman hjer á
skemmtunum í hjeraðinu með trommu og trommumann með
okkur og þótti þetta þá góð músík og er þetta fyrsta hljómsveit-
in sem hjer hefur haft aðsetur. Borgarnes var þá alveg spilara-
laust og mig minnir hjeraðið allt, nema með harmóniku fyrir
dansi.
Guðmundur Jónsson, bóndi og hreppstjóri á Valbjarnarvöllum var
fœddur 13. maí 1885 að Valbjarnarvöllum.
Foreldrar hans voru Sesselja Þorbjörg jónsdóttir frá Eskiholti ogjón
Guðmundsson frá Stangarholti, er bjuggu að Valbjarnarvöllum frá
1878 til 1920.'
Hann stundaði nám í í unglingaskóla Sigurðar Þórólfssonar í Búð-
ardal 1903 -1904, í Hvítárbakkaskóla 1905 -1906, var barnakenn-
ari í Borgarhreppi 1909 -1910, bóndi á Valbjarnarvöllum 1915 -
1943, var oddviti hreppsnefndar Borgarhrepps 1931 - 1938, hrepp-
* Gudrún og Valbjörg voru systur Guðmundar.