Borgfirðingabók - 01.12.2004, Page 137
Borg/irdingabók 2004
135
í einni tillögu var gerð tillaga um greinilega akstursaðkomu
með veglegu hliði og skilti. Lítil bílastæði yrðu dreifð um svæð-
ið. Gert var ráð fyrir veiði, seglbátum og skauthlaupi áAlatjörn.
Hestar skyldu ekki leyfðir, en reiðvegur lagður utan girðingar.
Grisjun skógar var talin nauðsynleg, en halda skyldi í votlend-
ið. Gerð var grein fyrir legu á göngu- og hjólreiðastíg frá Borg-
arnesi.
í enn einni tillögu var gert ráð fyrir reiðleiðum en að að-
skilja þyrfti aðalveg og reiðleið.
Ein tillaga skar sig úr. Þar var lögð sérstök áhersla á upplifun
og að skapa aðstæður fyrir unglinga. Skipulögð yrðu fjögur
svokölluð þemasvæði: Vatnasvæði , þar sem hægt væri að stun-
da siglingar og baða sig, Fjölskylduholt, með aðstöðu fyrir þöl-
skyldur, og síðan íþróttaholt og Klifurholt sem væri sérhannað
fyrir unglinga.
Þá var tillaga sem hafði eftirfarandi atriði sem markmið:
Alfaheim, völundarhús, hugleiðslusvæði, kifursvæði, helli og
gosbrunn og „Rautt þema“.
Athyglisverð tillaga hafði fræðslu sem meginmarkmið og
gerði góða grein fyrir hvernig koma mætti fyrir fræðslusetri,
náttúrugripasafni, tómstundaiðkun. Tillagan gerði ráð fyrir að
fyllt yrði upp í skurði til að endurheimta votlendi og eitthvað
yrði fellt af trjágróðri til að endurheimta (gera sýnilegt) útlit
klettaborga.
Eins og fram hefur komið liggja fyrir 9 ólíkar tillögur með
ótal hugmyndum. Tilgangur verkefnisins var að greina aðstæð-
ur, velta fyrir sér ýmsum tegundum útivistar og tengingum við
aðra útivistarþætti sveitarfélagsins. Sammerkt öllum þessum til-
lögum er að hægt er að framkvæma þær allar, en fýrst og
fremst geta þær orðið grunnur að ákvarðanatöku um hvað á að
leggja áherslu á við gerð svæðisins og þannig orðið að forsend-
um fýrir áframhaldandi vinnu. Hins vegar ber að forðast að
taka sitt lítið af hverju úr hverri tillögu, því þá er hætt við að
meginhugmyndir glatist. Mikilvægt er að gera eins og nemend-
ur, setja sér ákveðin markmið , gefa sér forsendur og vera trúr
þeim markmiðum.