Borgfirðingabók - 01.12.2004, Síða 111
Borgfirdingabók 2004
109
voru leiðinlegir. Enginn til að leika sér við. Veðrið of vont til að
fara út í Hitt hús til Siggu. Hennar eigin systur voru alltof litl-
ar til að leika sér við.
Hún heldur áfram að skæla. Enginn virðist taka eftir henni.
Hún hækkar svolítið tóninn. Er öllum alveg sama um hana?
Þau eru auðvitað öll að kjá framan í minnstu systur. Hún og
Signý verða víst útundan héðan í frá. Hún öskrar. Þau skulu
verða að taka eftir henni!
Það er pabbi sem snýr sér að henni. Góði pabbi. „Hvað er að,
hofróðan mín? Af hverju ertu að gráta?“ Hún veit það varla
sjálf. Hvað á hún að segja? Hún heldur áfram að vola, en held-
ur á lægri nótum en fyrr. „Eg vil fara út að leika mér,“ vælir
hún.
„Það er ekki veður til þess, rýjan mín,“ segir mamma. „Þú
kæmir strax inn aftur. Kuldaboli bítur þig í nefið. Komdu held-
ur og fáðu þér mjólkursopa, heillin."
En hún er ákveðin í að neita öllu. Þau mega alveg ganga eft-
ir henni. Mamma er búin að hanga yfir litlu systur í allan morg-
un og pabbi situr með Signýju á hnjánum. Nú stendur hann
upp. „Þetta tjóir ekki,“ segir hann. Hann snýr sér að henni:
„Það er best þú komir með mér í húsin." Hún volar enn. Veit
ekki hvort hún vill fara með honum út. Hann bætir við: „Viltu
ekki sjá þegar ég gef hrútunum hafrana?“ Og það vill hún.
Hún steinþagnar. Loksins gerist eitthvað skemmdlegt. Stóru,
feitu og fallegu hrútarnir í hrútastíunni mundu ráðast á rytju-
legu, skeggjuðu hafrana og éta þá.
Henni hefur alltaf verið í nöp við hafrana. Ekki bara af því
að sá stóri væri Grímur gamli endurborinn, heldur hafði sá litli
líka oft reynt að stanga hana. Frændur hennar, Palli og Pési,
hafa líka sagt henni sögu af strák í næstu sveit sem var svo vit-
laus að fara ofan í geitakróna og þá hafði hafurinn ráðist á
hann og rekið annað hornið í gegnum hann. Pabbi stráksins
hafði haft vit á að saga hornið af hafrinum og farið í snarhasti
með strákinn til læknisins. Hann gat tekið hornið úr stráknum
og saumað hann saman, annars hefði hann ekki þurft að
kernba hærurnar, sagði Palli. Og Pési bætti við: En hann varð
aldrei samur efdr, gekk alltaf álútur og hafði allt á hornum sér.
Hafurinn hallaði líka undir flatt af því hornið sem eftir sat var
svo þungt.