Borgfirðingabók - 01.12.2004, Blaðsíða 107
Borgfirðingabók 2004
105
Kaupsamningur undirritaður. Frá vinstri: Þórir Páll Guðjónsson, formaður
skólanefndar, Ingi Guðjónsson frá Lyfju, seljanda hússins, og Theodóra Þor-
steinsdóttir skólastjóri.
húsnæðinu svo það nýttist starfseminni sem best. í janúar 2004
hófst kennsla á efri hæð hússins og í byrjun febrúar einnig á
neðri hæð. Húsið formlega opnað 28. febrúar sl.
Þetta er merkur áfangi í sögu Tónlistarskólans, en nú fer
tónlistarkennslan í Borgarnesi öll fram í einu og sama húsnæð-
inu. Tónlistarkennslan í dreifbýlinu mun áfram fara fram í
grunnskólunum, en nemendur hvaðanæva úr héraðinu sækja
jafnframt tónlistartíma í Borgarnesi.
I vetur stunda 250 nemendur nám við skólann og eru kenn-
ararnir tíu. Kennt er á hin ýmsu hljóðfæri: píanó, gítar, fiðlu,
selló, blokkflautu, þverflautu, klarinett, trompet, saxófón og
harmoníku. Einnig er Söngdeild við skólann og Forskóladeild.
Flestir nemendur hefja nám á hljóðfæri við sjö ára aldur, en í
Forskóla geta tveggja til þriggja ára nemendur hafið nám og
flestir söngnemendur eru eldri en 18 ára.
Starfíð í skólanum er fjölbreytt. Auk hinna hefðbundnu jóla-
og vortónleika eru kennarar og nemendur með tónfundi
reglulega. Fram að þessu hafa flestir tónleikar í Borgarnesi far-
ið fram í Borgarneskirkju, en með tilkomu nýja húsnæðisins er
unnt að halda tónleikana í sal skólans. Aðrir tónleikar fara
fram í Logalandi og Þinghamri.
Fyrir nokkrum árum stofnuðu tónlistarskólarnir á Vestur-