Borgfirðingabók - 01.12.2004, Síða 87
Borgfirðingabók 2004
85
Landgræðslu ríkisins, Hagþjónusta landbúnaðarins, Landbún-
aðarháskólinn, sem var ekki með í upphafi, en með samstarfi
og stuðningi frá Orkuveitu Reykjavíkur, sem Borgarfjarðarsveit
er einn af fjórum eigendum að, hefur skólinn nú tekið í notk-
un fullkomna kennslustofu á þriðju hæð, og þar er jafnframt
starfsstöð fyrir starfsmann Orkuveitunnar. Þá er í húsinu eitt
einkafyrirtæki, RJ. byggingar ehf. Hvað varðar áframhaldandi
uppbyggingu á Hvanneyri virðist bjart framundan ef horft er
til sameiningar yfírstjórnar Landbúnaðarháskólans og Rann-
sóknarstofnunar landbúnaðarins, og er það von sveitarstjórnar
Borgarfjarðarsveitar að á Hvanneyri verði fest í sessi miðstöð
þekkingar og rannsókna í landbúnaði og sú uppbygging sem
þar hefur átt sér stað á undanförnum árum haldi áfram. Þess
má geta að milli áranna 2002 og 2003 jókst íbúafjöldi á Hvann-
eyri úr 170 manns í 193 eða um 13,5% milli ára. I deiliskipu-
lagsáætlun fyrir Hvanneyri er gert ráð fyrir að árið 2016 verði
íbúar þar orðnir um 440. Ef núverandi þróun heldur áfram
verður því takmarki náð mun fyrr eða kringum 2010.
Sveitarstjórn Borgarfjarðarsveitar lítur jákvæðum augum til
framtíðar sveitarfélagsins með öflugan háskóla á Hvanneyri.
Hún telur það hafa mikla möguleika hvað varðar áframhald-
andi uppbyggingu ferðaþjónustu á svæðinu. I Reykholti er
menningararfur Snorra og Snorrastofa, og sífellt fleiri skipu-
leggja lönd sín með tilliti til ferðaþjónustu og frístundabyggð-
ar. Sveitarstjórn telur sveitarfélagið þó ekki nægjanlega hent-
uga einingu til framtíðar. I framtíðarsamkeppni um fólk og
verkefni þarf stærri og öflugri einingar, og því hefur sveitarfé-
lagið hafið sameiningarviðræður við Borgarbyggð, Hvítársíðu-
hrepp og Skorradalshrepp. Sameiningarviðræður eru komn-
ar vel af stað og skipaðir hafa verið þrír undirhópar sem skoða
mál eins og skólamál, skipulagsmál, samgöngur, stjórnsýslu og
fjármál. Stefnt er að því að kosið verði um sameiningu í apríl
2005.
Nú hefur verið stofnað Háskólaráð Borgarfjarðar sem er
sameiginlegur vettvangur Viðskiptaháskólans á Bifröst, Land-
búnaðarháskólans á Hvanneyri, Snorrastofu í Reykholti, Borg-
arfjarðarsveitar og Borgarbyggðar, og er ráðinu ætlað að vera