Borgfirðingabók - 01.12.2004, Síða 87

Borgfirðingabók - 01.12.2004, Síða 87
Borgfirðingabók 2004 85 Landgræðslu ríkisins, Hagþjónusta landbúnaðarins, Landbún- aðarháskólinn, sem var ekki með í upphafi, en með samstarfi og stuðningi frá Orkuveitu Reykjavíkur, sem Borgarfjarðarsveit er einn af fjórum eigendum að, hefur skólinn nú tekið í notk- un fullkomna kennslustofu á þriðju hæð, og þar er jafnframt starfsstöð fyrir starfsmann Orkuveitunnar. Þá er í húsinu eitt einkafyrirtæki, RJ. byggingar ehf. Hvað varðar áframhaldandi uppbyggingu á Hvanneyri virðist bjart framundan ef horft er til sameiningar yfírstjórnar Landbúnaðarháskólans og Rann- sóknarstofnunar landbúnaðarins, og er það von sveitarstjórnar Borgarfjarðarsveitar að á Hvanneyri verði fest í sessi miðstöð þekkingar og rannsókna í landbúnaði og sú uppbygging sem þar hefur átt sér stað á undanförnum árum haldi áfram. Þess má geta að milli áranna 2002 og 2003 jókst íbúafjöldi á Hvann- eyri úr 170 manns í 193 eða um 13,5% milli ára. I deiliskipu- lagsáætlun fyrir Hvanneyri er gert ráð fyrir að árið 2016 verði íbúar þar orðnir um 440. Ef núverandi þróun heldur áfram verður því takmarki náð mun fyrr eða kringum 2010. Sveitarstjórn Borgarfjarðarsveitar lítur jákvæðum augum til framtíðar sveitarfélagsins með öflugan háskóla á Hvanneyri. Hún telur það hafa mikla möguleika hvað varðar áframhald- andi uppbyggingu ferðaþjónustu á svæðinu. I Reykholti er menningararfur Snorra og Snorrastofa, og sífellt fleiri skipu- leggja lönd sín með tilliti til ferðaþjónustu og frístundabyggð- ar. Sveitarstjórn telur sveitarfélagið þó ekki nægjanlega hent- uga einingu til framtíðar. I framtíðarsamkeppni um fólk og verkefni þarf stærri og öflugri einingar, og því hefur sveitarfé- lagið hafið sameiningarviðræður við Borgarbyggð, Hvítársíðu- hrepp og Skorradalshrepp. Sameiningarviðræður eru komn- ar vel af stað og skipaðir hafa verið þrír undirhópar sem skoða mál eins og skólamál, skipulagsmál, samgöngur, stjórnsýslu og fjármál. Stefnt er að því að kosið verði um sameiningu í apríl 2005. Nú hefur verið stofnað Háskólaráð Borgarfjarðar sem er sameiginlegur vettvangur Viðskiptaháskólans á Bifröst, Land- búnaðarháskólans á Hvanneyri, Snorrastofu í Reykholti, Borg- arfjarðarsveitar og Borgarbyggðar, og er ráðinu ætlað að vera
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156

x

Borgfirðingabók

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Borgfirðingabók
https://timarit.is/publication/1750

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.