Borgfirðingabók - 01.12.2004, Side 122

Borgfirðingabók - 01.12.2004, Side 122
120 Borgfirdingabók 2004 með þeim á Sparidaga á Hótel Örk og sótt með þeim þorra- blót. Tekið var á móti hópi aldraðra Skagfirðinga 18. ágúst 2003, en Gerðubergshóp aldraðra úr Reykjavík 10. mars í ár, sem skemmti sér og okkur í Logalandi. Að sumrinu eru farnar skemmtiferðir. Síðastliðið sumar var farin dagsferð í Dali og á Snæfellsnes. Farið að Eiríksstöðum í Haukadal að skoða tilgátubæinn þar. Þar tók ferðamálafulltrúi Dalabyggðar vel á móti okkur og fylgdi okkur síðan að Laugum í Sælingsdal með viðkomu í mjólkurbúinu í Búðardal. Var það myndarfyrirtæki skoðað við góðar viðtökur og leiðsögn Sigurð- ar R. Friðjónssonar samlagsstjóra og starfsliðs hans. Síðan hald- ið í Stykkishólm. Þar sýndi Sturla Böðvarsson bæinn, en síðast var skoðuð sjúkrahússkapella Fransiskussystra. Næst var Bjarn- arhöfn sótt heim, skoðuð hin fornmerka bændakirkja þar og smakkað á hákarli og öðru hnossgæti og hlýtt á frásagnarsnill- inginn Hildibrand Bjarnason. Loks ekið út í Staðarsveit í kvöld- verð á Langaholti. Veðrið gott og ferðin ánægjuleg í alla staði. - Þá var þegin boðsferð Orkuveitu Reykjavíkur í Gvendar- brunna og Nesjávelli 20. ágúst 2003. Félagið hefur um árabil unnið að því að endurskoða ör- nefnaskrár á félagssvæðinu fyrir Örnefnastofnun, brýna úr þeim skörðin og endurgera þær svo að hægara sé ókunnugum að átta sig á afstöðu og staðsetningu örnefna. Því var haldið áfram á árinu þó hægt miði. Lætur nærri að lokið sé að fara yfir helming örnefnaskráa á félagssvæðinu. 2003 réðst félagið í að setja upp sýningu í Reykholti, sem fékk heitið „Munir, myndir og minningar FAB“ og stóð 17,- 27. apríl. Safnað var saman fjölda muna, sem voru notaðir utan- húss og innan á yngri árum félagsmanna og eru nú flestir falln- ir úr notkun en eru enn í fórum félagsmanna, allt frá skónál- um upp í plóg. Ekki var sízt fengur að safni ljósmynda Bjarna heitins Arnasonar á Brennistöðum, sem varðveitt er þar á bæ og lýsir mörgu frá fyrri hluta 20. aldar betur en gert verður með orðum. Sýningin var í sjö deildum, en í anddyri var selt handverk félagsmanna. Margar hendur unnu létt verk við söfn- un og uppsetningu, eftirlit og leiðsögn. Dag hvern leiklásu fé- lagar undir stjórn Þorvaldar í Brekkukoti stutta kafla úr leikrit- um sem sýnd hafa verið í héraði á liðnum árum. Skólabörn fluttu ljóð dagsins að eigin vali. Aðsókn var prýðileg, yfir 1000
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156

x

Borgfirðingabók

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Borgfirðingabók
https://timarit.is/publication/1750

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.