Fréttablaðið - 13.01.2023, Síða 1

Fréttablaðið - 13.01.2023, Síða 1
| f r e t t a b l a d i d . i s | Frítt KYNN INGARBL AÐALLT FÖSTUDAGUR 13. janúar 2023 Alla daga gegn kulda og sól Apótek, Hagkaup og Fjarðarkaup www.celsus.is Drífa Líftóra hefur alltaf heillast af mynstrum og virkni þeirra. jme@frettabladid.is Laugardaginn 14. janúar klukkan 16 verður sýningin Bestiarium Negativum, á verkum Drífu Líftóru Thoroddsen opnuð í Úthverfu á Ísafirði. Listakonan verður við- stödd opnun sýningarinnar og boðið verður upp á léttar veitingar. Sýningin stendur til sunnudagsins 5. febrúar. Ógnvænleg náttúra Í lýsingu á sýningunni kemur fram að Drífa sé mikið náttúrubarn og þjóðsagnanörd. Hún sé myrkfælin, verði auðveldlega hrædd og hafi notað listina til að vinna bug á þeim ótta. Bestiarium Negativum sýnir í myndum hvað gerist þegar ógnarlegum ókindum er hrúgað saman í litrík mynstur og geig- vænleg grös taka á sig skuggalegar myndir. „Frá því að land var hér numið fyrir rúmum þúsund árum höfum við í senn óttast og dáðst að náttúrunni okkar … negatífa náttúrunnar hefur leyft okkur að sjá alls kyns verur sem voru ef til vill ekki til staðar og hafa hinar ýmsu sögur gengið manna á milli um hvurslags ófreskjur hafa sést á láði jafnt sem í legi. Þetta er okkar arfur.“ Drífa Líftóra er í grunninn fata- og textílhönnuður. Hún útskrifað- ist með MA-próf í fatahönnun frá Paris College of Art 2017 og diplóma í textíl frá Myndlista- skólanum í Reykjavík vorið 2020. Eftir útskrift hefur hún haldið tvær sýningar á handþrykktum fata- línum á HönnunarMars. n Okkar arfur Lífið er gott og fjölbreytt Tónlistarmaðurinn Matthías Matthíasson fær mikið út úr því að taka þátt í mikilvægum augnablikum í lífi fólks. Hann situr sjaldan verkefnalaus heima en næsta stóra verkefni er flutningur á meistaraverkinu Dark Side of the Moon eftir Pink Floyd í Hörpu. 2 Þegar ég hlustaði fyrst á þessa plötu var það í fyrsta skipti sem ég upplifði það sem ferðalag að hlusta á plötu, segir Matthías Matthíasson um eina söluhæstu hljómplötu sögunnar, Dark Side of the Moon með Pink Floyd. Hún verður flutt í heild sinni í Eldborg í Hörpu snemma í næsta mánuði. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI KYNN INGARBLAÐKynningar: Rannís, Opni háskólinn í HR, Fræðslusetrið, Dáleiðsluskóli Íslands, Val og virði. FÖSTUDAGUR 13. janúar 2023 Skólar og námskeið Frá vinstri: Eydís Inga Valsdóttir, sérfræðingur hjá Rannís og stjórnandi Nordplus, norrænu tungumálaáætlunarinnar, Andrés Pétursson, sérfræðingur hjá Rannís og yfirstjórnandi Nordplus á Norður­ löndunum og í Eystrasaltsríkjunum, og Eva Einarsdóttir, sérfræðingur hjá Rannís og kynningarstjóri Nordplus á Norðurlöndunum og í Eystrasaltsríkjunum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Rannís styður við norrænt menntasamstarf Rannís treystir stoðir íslensks samfélags með stuðningi við rannsóknir, nýsköpun, menntun og menningu. Frá 2019 hefur Rannís farið með yfirstjórn menntaáætlunar Nordplus. Í nýrri áætlun fyrir 2023–2027 er lögð áhersla á eflingu menntasamstarfs til að stuðla að samfélagslegri og sjálfbærri framtíð. Umsóknarfrestur er til 1. febrúar. Nordplus er menntaáætlun Nor- rænu ráðherranefndarinnar. Hún var sett á laggirnar árið 1988 og fagnar því 35 ára afmæli sínu í ár. Jafnframt eru liðin fimmtán ár síðan Eystrasaltsríkin bættust við í áætlun Nordplus.„Sú viðbót hefur að sjálfsögðu auðgað menntastarfið á þessu svæði enn meir. Nordplus er stærsta átaksverkefnið í nor- rænu menntastarfi og styður við samstarf á öllu sviðum og stigum menntunar, allt frá leikskóla og grunnskóla, til háskólamenntunar og fullorðinsfræðslu,“ upplýsir Eydís Inga Valsdóttir, sérfræðingur hjá Rannís og stjórnandi Nordplus, norrænu tungumálaáætlunarinn- ar sem er einnig í höndum Rannís. Nordplus, norræna tungumála- áætlunin, er eina menntaáætlunin sem styrkir verkefni sérstaklega ætluð til að auka norrænan mál- skilning. „Hún styður fjölbreytt verkefni, svo sem námsefni og ýmiss konar fræðslu, framleiðslu tölvuleikja og smáforrita, rannsóknir, ráðstefnur og í raun allt sem á einhvern hátt miðlar norrænum tungumálum. Nýjasta viðbótin í áætlun fyrir árin 2023 til 2027 er stuðningur við verkefni sem styðja við og miðla opinberum minnihluta- tungumálum á Norðurlöndunum,“ greinir Eydís Inga frá.Rannís hefur umsjón með helstu samkeppnissjóðum á sviði rann- sókna og nýsköpunar, menntunar og menningar á Íslandi, auk sam- starfsáætlana ESB og norrænna áætlana sem veita styrki til sam- starfsverkefna, náms og þjálfunar. „Meðal hlutverka Rannís á sviði norræns samstarfs er að fara með yfirstjórn Nordplus á Norðurlönd- unum til ársloka 2024. Það er hlut- verk sem okkur er falið af Norrænu ráðherranefndinni en yfirstjórnin flyst reglulega á milli Norður- landanna,“ útskýrir Eydís Inga. „Við veitum ráðgjöf og þjónustu til íslenskra skóla, stofnana, sam- taka og annarra sem hafa áhuga á að sækja um í Nordplus, óháð hvaða undiráætlun það er. Einnig sjáum við um umsýslu og stjórnun norrænu tungumálaáætlunarinnar og tökum þar á móti umsóknum frá öllum Norðurlöndunum og Eystra- saltsríkjunum, veitum ráðgjöf óháð landi, metum umsóknir, greiðum út styrki og fleira,“ segir Eydís Inga.Þátttaka Íslands mjög góð Nordplus, menntaáætlun Nor- rænu ráðherranefndarinnar, hefur fimm undiráætlanir og er stjórnun og umsýsla þeirra í  HALLDÓR | | 8 PONDUS | | 14 Nýtti fótbrotið vel 9 . t ö L U b L A ð | 2 3 . á R g A N g U R | F ö S t U D A g U R 1 3 . j A N ú A R 2 0 2 3 Fréttir | | 6 tímamót | | 12 líFið | | 18 | Fréttir | | 2 Borgarlíf og gamlir sálmar Þrettán þúsund krónur á viku Ósonlag jarðar er að lagast Rafmögnuð vetrarsýning! Laugardaginn 14. janúar kl. 12-16 á Laugavegi 174 Stéttaandúð kemur í veg fyrir að hægt sé að semja á viðun- andi nótum að sögn formanns Eflingar. Svíður einnig að Starfsgreinasambandið standi ekki með láglaunakonum. bth@frettabladid.is KjARAmáL Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, gagnrýnir ríkis- sáttasemjara og segir að Efling hafi verið svipt samningsrétti. Stétta- andúð og neikvætt viðhorf til lág- launakvenna ráði för. Ef ekki semst gæti styst í verkfall um 21 þúsund félagsmanna Efling- ar. Um 80 prósent félagsfólks hafa í nýlegri kjarakönnun sem byggir á 4.500 svörum lýst sig tilbúin í verkfall að sögn Sólveigar Önnu. 65 prósent Ef lingarkvenna, lang- stærsti hópur félagsmanna, lifi við viðvarandi fjárhagsáhyggjur. „Ef til verkfalls kemur er það ekki vegna þess að mig langi í verkföll eða að fjölskipuð samninganefnd sé gengin af göflunum heldur vegna þess að fólk þarf á því að halda að við náum árangri,“ segir Sólveig Anna. Hún segir að Ef ling hafi sýnt mikinn samningsvilja en Aðal- steinn Leifsson ríkissáttasemjari hafi valdið vonbrigðum. „Ég hef bundið vonir við að ríkis- sáttasemjari átti sig á að það gengur ekki að Efling sé svipt sjálfstæðum samningsrétti,“ segir Sólveig Anna. „En því miður áttar hann sig ekki á því. Hann áttar sig ekki heldur á að það er hans hlutverk að okkar við- semjendur uppfylli sínar skyldur og mæti með eitthvað að samninga- borðinu.“ Að sögn formannsins er við að eiga stéttaandúð hinna velmegandi gagnvart vinnuafli sem haldi öllu gangandi. „Við upplifum mikla stéttaandúð, mikla andúð á láglaunakonum og ekki síst aðf luttum láglauna- konum.“ Þá svíður Sólveigu Önnu einnig að Starfsgreinasambandið standi ekki með Eflingu. „Viðsemjendur sjá okkur ekki fyrir sér sem ómissandi fólk sem heldur allri framleiðslunni gang- andi heldur sem ruslaralýð. Því miður hafa félagar okkur hjá Starfs- greinasambandinu lagst á árar með þeim.“ Aðalsteinn Leifsson vill ekki tjá sig um málið. n Gagnrýnir sáttasemjarann Sólveig Anna Jónsdóttir, for- maður Eflingar SK AFtáRHRePPUR Heiða Guðný Ásgeirsdóttir, bóndi og minni- hlutafulltrúi í sveitarstjórn Skaftár- hrepps, segir mikilvægan áfangasig- ur hafa unnist í verndun íslenskrar náttúru með úrskurði gegn Hnútu- virkjun. „Þetta er stórkostlegt, alveg stór- sigur fyrir náttúruvernd,“ segir hún. Fjölmargar kærur sem bárust úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hafa leitt til aftur- köllunar framkvæmdaleyfis fyrir virkjunina. Sjá Síðu 4 Fagnar úrskurði um Hnútuvirkjun Heiða Guðný Ásgeirsdóttir, fulltrúi í minni- hluta sveitar- stjórnar Íslenska karlalandsliðið í handbolta hóf leik á HM í handbolta í gærkvöldi og vann góðan sigur á Portúgölum í fyrstu umferð riðlakeppninnar með 30 mörkum gegn 26. Leikið var í Kristianstad, þar sem fjöldi Íslendinga hvatti Strákana okkar áfram. Fréttablaðið/epa

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.