Fréttablaðið - 13.01.2023, Blaðsíða 13
KYNN INGARBLAÐ
Kynningar: Rannís, Opni háskólinn í HR, Fræðslusetrið, Dáleiðsluskóli Íslands, Val og virði.FÖSTUDAGUR 13. janúar 2023
Skólar og
námskeið
Frá vinstri: Eydís Inga Valsdóttir, sérfræðingur hjá Rannís og stjórnandi Nordplus, norrænu tungumálaáætlunarinnar, Andrés Pétursson, sérfræðingur hjá Rannís og yfirstjórnandi Nordplus á Norður-
löndunum og í Eystrasaltsríkjunum, og Eva Einarsdóttir, sérfræðingur hjá Rannís og kynningarstjóri Nordplus á Norðurlöndunum og í Eystrasaltsríkjunum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Rannís styður við norrænt menntasamstarf
Rannís treystir stoðir íslensks samfélags með stuðningi við rannsóknir, nýsköpun, menntun og menningu. Frá
2019 hefur Rannís farið með yfirstjórn menntaáætlunar Nordplus. Í nýrri áætlun fyrir 2023–2027 er lögð áhersla
á eflingu menntasamstarfs til að stuðla að samfélagslegri og sjálfbærri framtíð. Umsóknarfrestur er til 1. febrúar.
Nordplus er menntaáætlun Nor-
rænu ráðherranefndarinnar. Hún
var sett á laggirnar árið 1988 og
fagnar því 35 ára afmæli sínu í ár.
Jafnframt eru liðin fimmtán ár
síðan Eystrasaltsríkin bættust við í
áætlun Nordplus.
„Sú viðbót hefur að sjálfsögðu
auðgað menntastarfið á þessu
svæði enn meir. Nordplus er
stærsta átaksverkefnið í nor-
rænu menntastarfi og styður við
samstarf á öllu sviðum og stigum
menntunar, allt frá leikskóla og
grunnskóla, til háskólamenntunar
og fullorðinsfræðslu,“ upplýsir
Eydís Inga Valsdóttir, sérfræðingur
hjá Rannís og stjórnandi Nordplus,
norrænu tungumálaáætlunarinn-
ar sem er einnig í höndum Rannís.
Nordplus, norræna tungumála-
áætlunin, er eina menntaáætlunin
sem styrkir verkefni sérstaklega
ætluð til að auka norrænan mál-
skilning.
„Hún styður fjölbreytt verkefni,
svo sem námsefni og ýmiss konar
fræðslu, framleiðslu tölvuleikja og
smáforrita, rannsóknir, ráðstefnur
og í raun allt sem á einhvern hátt
miðlar norrænum tungumálum.
Nýjasta viðbótin í áætlun fyrir
árin 2023 til 2027 er stuðningur
við verkefni sem styðja við og
miðla opinberum minnihluta-
tungumálum á Norðurlöndunum,“
greinir Eydís Inga frá.
Rannís hefur umsjón með helstu
samkeppnissjóðum á sviði rann-
sókna og nýsköpunar, menntunar
og menningar á Íslandi, auk sam-
starfsáætlana ESB og norrænna
áætlana sem veita styrki til sam-
starfsverkefna, náms og þjálfunar.
„Meðal hlutverka Rannís á sviði
norræns samstarfs er að fara með
yfirstjórn Nordplus á Norðurlönd-
unum til ársloka 2024. Það er hlut-
verk sem okkur er falið af Norrænu
ráðherranefndinni en yfirstjórnin
flyst reglulega á milli Norður-
landanna,“ útskýrir Eydís Inga.
„Við veitum ráðgjöf og þjónustu
til íslenskra skóla, stofnana, sam-
taka og annarra sem hafa áhuga
á að sækja um í Nordplus, óháð
hvaða undiráætlun það er. Einnig
sjáum við um umsýslu og stjórnun
norrænu tungumálaáætlunarinnar
og tökum þar á móti umsóknum frá
öllum Norðurlöndunum og Eystra-
saltsríkjunum, veitum ráðgjöf óháð
landi, metum umsóknir, greiðum
út styrki og fleira,“ segir Eydís Inga.
Þátttaka Íslands mjög góð
Nordplus, menntaáætlun Nor-
rænu ráðherranefndarinnar,
hefur fimm undiráætlanir og er
stjórnun og umsýsla þeirra í