Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2017, Page 3

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2017, Page 3
1 RITSTJÓRNARGREIN: AÐILD ÍSLANDS AÐ OPEN GOVERNMENT PARTNERSHIP Í tillögu ríkisstjórnarinnar til þingsályktunar um fjármálaáætlun fyrir árin 2018-2022 er að finna forvitnilegan kafla um gagnsæja stjórnsýslu og aðgerðir stjórnvalda í málaflokknum. Þar segir meðal annars að mótuð verði „landsáætlun um opna stjórnsýslu“ til tveggja ára í senn í víðtæku samráði við frjáls félagasamtök og almenning. Hér kann að vera vísað til þess að Ísland gerist aðili að alþjóðabandalaginu Open Government Partnership (OGP), sem er vettvangur fyrir ríki til að vinna að auknu gegnsæi og opnum stjórnarháttum. Bandalagið var stofnað þann 20. september 2011 og eru aðildarríkin um það bil 75 í öllum heimsálfum. Eftir inngöngu Þýskalands og Lúxemborgar í desember 2016 eru flest ríki Vestur-Evrópu aðilar að bandalaginu, þar með talin Eystrasaltsríkin og öll Norðurlönd utan Íslands. Samstarfið fer þannig fram í grófum dráttum að hvert ríki vinnur áætlun (e. National Action Plan) þar sem taldar eru upp aðgerðir sem það skuldbindur sig til að framkvæma yfir tveggja ára tímabil. Stofnanir OGP annast eftirfylgni með skuldbindingunni. Til að ríki geti sótt um aðild þarf það að uppfylla ákveðin skilyrði um gegnsæi, upplýsingarétt almennings, hagsmunaskráningu embættismanna og stjórnmálaþátttöku almennings. Ísland hefur verið metið varðandi þrjú síðasttöldu skilyrðin, hlaut fullt hús stiga og uppfyllir þar með aðildarskilyrði að bandalaginu. Þátttaka Íslands í alþjóðlegu samstarfi af þessu tagi getur stuðlað að því að markmiðum stjórnvalda á málefnasviðinu verði náð. Hins vegar ber að varast að líta á umsókn um aðild að OGP sem töfralausn. Þegar ríki skuldbinda sig gagnvart alþjóðlegum samtökum til að framkvæma tilteknar aðgerðir hneigjast þau gjarnan frekar til þess að „haka í boxin“ en að ná áþreifanlegum árangri. Þannig hafa Norður- löndin verið gagnrýnd fyrir metnaðarleysi við val á aðgerðum í landsáætlunum sínum. Til að mynda hefur Nýja-Sjálandsdeild
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.