Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2017, Qupperneq 9

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2017, Qupperneq 9
7 2. HVAÐ ER EIGNARNÁM? Hér að framan hefur verið vikið að þeim skilyrðum 2. málsliðar 1. mgr. 72. gr. stjórnarskrárinnar sem marka eignarnámi farveg að lögum.4 Stjórnarskrárákvæði um vernd eignarréttar er að mestu óbreytt frá fyrstu stjórnarskrá Íslands árið 1874 en það sækir fyrirmynd sína í sambærilegt ákvæði í grundvallarlögum Danmerkur frá 28. júlí 1866 og 5. júní 1849 sem síðan rekur rætur sínar til mannréttindayfirlýsingar Þjóðfundar Frakka 1789.5 Hugtakið eignarnám er ekki að finna í 72. gr. stjórnarskrárinnar, en það hefur verið notað um langan aldur í löggjöf, dómaframkvæmd og fræðiskrifum.6 Með eignarnámi er átt við þá réttarstöðu að manni sé gert skylt að láta eignarréttindi sín af hendi að öllu eða nokkru leyti með þeim afleiðingum að þau líða undir lok.7 Í flestum tilvikum öðlast nýr aðili þau eignarréttindi sem eignarnámið tekur til, en það er þó hvorki algilt né hugtaksskilyrði.8 Hefðbundið er að vísa til þess aðila sem öðlast eignarréttindi með 4 Við skýringu á 72. gr. stjórnarskrárinnar er rétt að hafa hliðsjón af ákvæði 1. gr. 1. samnings viðauka við Mannréttindasáttmála Evrópu um vernd eignarréttar. Vernd ákvæðanna er þó ekki fyllilega sambærileg. Ákvæði Mannréttindasáttmálans veitir þannig tak markaðri vernd en 72. gr. stjórnarskrárinnar þar sem ekki er tryggður réttur til fullra bóta, enda þótt réttur til bóta að landsrétti geti orkað á mat á því hvort uppfyllt sé skilyrði um meðal hóf. Hins vegar er ákvæðið víðtækara í þeim skilningi að allar skerðingar eignar- réttinda falla þar undir, þar með talið almennar takmarkanir eignarréttinda. Með nokkurri einföldun má segja að í dómaframkvæmd Mannréttindadómstólsins sé einkum litið til þess hvort gætt hafi verið jafnvægis á milli hagsmuna eigandans og þeirra almannahagsmuna sem búa að baki eignarskerðingu, þ.e. hvort lögð hafi verið óhófleg einstaklingsbundin byrði á viðkomandi. Sjá nánar um áhrif 1. gr. 1. samningsviðauka Mannréttindasáttmálans umfjöllun í grein Valgerðar Sólnes: „Neyðarlagadómarnir og friðhelgi eignarréttar“. Tímarit lögfræðinga 2011, bls. 369-380. 5 Um sögu og þróun stjórnskipulegrar eignarréttarverndar í hérlendum rétti sjá nánar Gauk Jörundsson: „Saga stjórnskipulegrar eignarverndar“. Úlfljótur 1970, bls. 54-57, Björg Thorarensen: „Eðli mannréttindareglna í stjórnarskránni og eftirlitshlutverk dómara“. Í ritinu Afmælisrit Lagadeildar Háskóla Íslands, Reykjavík 2008, bls. 88-89 og Björg Thorarensen: Stjórnskipunarréttur. Mannréttindi, bls. 440. 6 Sem dæmi um slíkt úr eldri lagaframkvæmd má nefna lög nr. 31/1909 um eignar- námsheimild fyrir bæjarstjórn Ísafjarðarkaupstaðar á lóð undir skólabyggingu. Hugtakið lögnám þekkist raunar líka í sömu merkingu og eignarnám og má um það vísa til vatnalaga nr. 15/1923, þó svo að við síðari breytingu á þeim, sbr. lög nr. 132/2011, hafi hugtakið eignarnám leyst það af hólmi. 7 Björg Thorarensen: Stjórnskipunarréttur. Mannréttindi, bls. 464: „Með eignarnámi er átt við nauðungarafhendingu eða nauðungarafsal á eignarrétti, beinum eða óbeinum. Eignarnám er fólgið í því að maður er skyldaður til að láta eignarrétt sinn yfir tilteknum verðmætum af hendi að öllu eða nokkru leyti.“ 8 Sjá nánar Ólafur Jóhannesson: Stjórnskipun Íslands. Reykjavík 1978, bls. 454 og Björg Thorarensen: Stjórnskipunarréttur. Mannréttindi, bls. 464-466. Til skýringa hefur jafnframt verið nefndur Hrd. 1937, bls. 492 (Fossagata) þar sem litið var svo á að raunverulegt eignarnám hefði farið fram þegar lóðareiganda var vegna skipulagsbreytinga meinað að byggja á lóð sinni sem þar með varð honum verðlaus.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.