Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2017, Page 10

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2017, Page 10
8 eignarnámi sem eignarnema, en til þess aðila sem á þau eignarréttindi sem eignarnám beinist að sem eignarnámsþola. Þetta er í samræmi við lög um framkvæmd eignarnáms, sbr. 2. mgr. 1. gr. laganna. 2.1 Eignarnám í þrengri merkingu Í grein þessari er hugtakið eignarnám eingöngu notað um þá aðstöðu þegar maður er sviptur eignarréttindum sínum á grundvelli sérstakrar lagaheimildar í þágu almannahagsmuna gegn greiðslu bóta. Sem dæmi má nefna eignarnám á grundvelli 1. mgr. 37. gr. vegalaga nr. 80/2007 vegna áforma Vegagerðarinnar um nýjan þjóðveg og eignarnám á grundvelli 50. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 vegna framkvæmdar skipulags sem hefur verið samþykkt af sveitarfélagi. Þetta má nefna eignarnám í þrengri merkingu, en verður hér eftir til hægðarauka nefnt eignarnám. Hugtakið nær þannig ekki til hvers konar eignarskerðinga sem leiða til bótaskyldu samkvæmt 72. gr. stjórnarskrárinnar.9 Þegar löggjöf, sem skerðir eignarheimildir, kemur sérstaklega harkalega niður á einstökum aðila þannig að hann öðlist bótarétt samkvæmt 72. gr. stjórnarskrárinnar, er ekki um eignarnám í eiginlegri merkingu að ræða. Hins vegar kann að vera um að ræða aðstöðu sem jafna má efnislega til eignarnáms þannig að sömu skilyrði liggja til grundvallar því mati sem fram fer á því hvort bótaskylda hafi stofnast.10 Á álitaefni af þessum toga reyndi til að mynda í dómi Hæstaréttar frá 28. október 2010 í málum 9 Skúli Magnússon hefur gert greinarmun á þrenns konar lagaheimildum sem geta verið grundvöllur eignarskerðinga. Í fyrsta lagi beinum og ótvíræðum eignarnámsheimildum í samræmi við 2. ml. 1. mgr. 72. gr. stjórnarskrárinnar. Í öðru lagi lagaákvæðum sem feli í sér skerðingu eignarréttinda en séu ranglega á þeirri forsendu reist að skerðingin sé ekki bótaskyld. Í þriðja lagi kunni lög svo að fela í sér skerðingu sem réttilega sé ekki á því reist að bótaskylda sé fyrir hendi en við framkvæmd þeirra komi í ljós að þau komi sérstaklega hart niður á einstökum aðilum. Sjá nánar Skúli Magnússon: „Íslensk fiskveiðistjórn og réttur eigenda sjávarjarða“ í ritinu Lögberg – Rit Lagastofnunar Háskóla Íslands, Reykjavík 2003, bls. 701-703. Sjá jafnframt Björg Thorarensen: Stjórnskipunarréttur. Mannréttindi, bls. 488: „Mikilvægt er að hafa í huga að þótt manni séu greiddar bætur vegna þess að eignarréttindi hans samkvæmt 1. mgr. 72. gr. stjskr. hafa verið skert með ólögmætum hætti, er ekki endilega staðfest að eignarskerðingin jafngildi eignarnámi í skilningi ákvæðisins.“ Í umfjöllun Valgerðar Sólnes: „Neyðarlagadómarnir og friðhelgi eignarréttar“, bls. 367-368 sýnist hins vegar ekki gerður þessi greinarmunur á eignarnámi í eiginlegri merkingu og öðrum bótaskyldum eignarskerðingum. 10 Í dönskum rétti hefur t.a.m. reynt á hvort jafna megi áhrifum deiliskipulags, sem stjórnvöld hafa samþykkt, á möguleika eiganda til þess að nýta fasteign til eignarnáms, sbr. t.d. MAD 2006.622 Ö og UfR. 1979.938 Ö (Hotel Søfryden). Í hvorugu málinu var fallist á slíkt. Sjá einnig Hanne Mølbeck og Jens Flensborg: Ekspropriation i praksis. Kaupmannahöfn 2010, bls. 33.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.