Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2017, Blaðsíða 11

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2017, Blaðsíða 11
9 nr. 300/2011 o.fl. (Neyðarlögin)11 þar sem því var haldið fram að ákvæði laga nr. 125/2008, sem breyttu réttindaröð krafna við slitameðferð fjármálastofnana, hefðu í för með sér slíka skerðingu á kröfuréttindum að um eignarnám eða ígildi þess í skilningi 72. gr. stjórnarskrárinnar væri að ræða. Í dóminum var hvorki talið að umrætt lagaákvæði hefði skert eignarréttindi almennra kröfuhafa með afturvirkum hætti þannig að færi í bága við 72. gr. stjórnarskrárinnar né að fulls meðalhófs hefði ekki verið gætt. Var því ekki fallist á bótaskyldu.12 2.2 Aðrar bótaskyldar eignarskerðingar Í öðrum tilvikum kann sú staða að koma upp að greiddar séu bætur vegna skerðingar á eignarrétti án þess að það jafngildi því að um sé að ræða eignarnám í þrengi merkingu. Þannig getur staðan til að mynda verið sú að lagafyrirmæli skorti til eignarskerðingar og hvílir bótaskylda þá á almennum reglum um skaðabótarétt vegna skerðingar á stjórnarskrárvernduðum réttindum án lagaheimildar. Hér má sem dæmi nefna Hrd. 1998, bls. 2140 (Lífeyrissjóður sjómanna) þar sem staðfest var að skerðing á virkum lífeyrisréttindum gæti ekki stuðst við reglugerð heldur væri þörf á skýlausri lagaheimild í samræmi við 72. gr. stjórnarskrárinnar.13 Jafnframt má nefna Hrd. 1966, bls. 54 (Arnardómur) þar sem talið var að landeigandi, sem var óheimilt samkvæmt lögum að granda erni sem spillti æðarvarpi í landi hans, ætti rétt á bótum 11 Fleiri dómar sem vörðuðu sambærileg álitaefni voru kveðnir upp sama dag sbr. dóma Hæstaréttar frá 28. október í málum nr. 301/2011, 310/2011, 311/2011, 312/2011, 313/2011, 314/2011, 340/2011 og 341/2011. 12 Sjá nánar Valgerður Sólnes: „Neyðarlagadómarnir og friðhelgi eignarréttar“, bls. 353- 416, einkum 396-408. Sem dæmi um mál þar sem fallist var á bótaskyldu vegna aðstöðu sem jafna mátti til eignarnáms má úr eldri framkvæmd nefna Hrd. 1964, bls. 573 (Sundmarðaeldi). Í málinu reyndi á hvort bótaskylda hefði stofnast vegna löggjafar sem fól í sér bann við minkaeldi. Aðili sem hafði starfrækt minkabú í Kópavogi um nokkurt skeið krafðist bóta úr hendi íslenska ríkisins vegna beins tjóns, þ.e. vegna þess húsakosts og tækja sem fóru forgörðum, og vegna atvinnuspjalla. Fallist var á bótarétt vegna hins beina tjóns og tekið fram að einstaklingurinn hefði reist sundmarðahús sín og aflað tækja til sundmarðaeldis í réttmætu trausti þess að honum yrði að lögum veitt heimild til atvinnurekstrarins. Hefði bannið, sem komið var á með lögum, leitt til þess að húsið og tækin urðu honum „ónothæf eign“ og var bótaskylda til staðar. Til hliðsjónar má einnig vísa til Hrd. 1999, bls. 4769 (mál nr. 195/1999) (Örorkulífeyrir sjómanns) sem varðaði skerðingu á örorkulífeyri vegna breytinga á lögum um Lífeyrissjóð sjómanna. Máli þessu var skotið til Mannréttindadómstóls Evrópu sem taldi að með breytingunni hefði verið lögð á kæranda óhóflega íþyngjandi byrði sem ekki yrði réttlætt með þeim sjónarmiðum sem stjórnvöld vísuðu til, sbr. dóm Mannréttindadómstóls Evrópu í máli Kjartans Ásmundssonar gegn Íslandi frá 12. október 2004, mál nr. 60669/00. 13 Björg Thorarensen: Stjórnskipunarréttur. Mannréttindi, bls. 488. Sjá jafnframt til hliðsjónar Hrd. 2000, bls. 1621 (mál nr. 15/2000) (Stjörnugrís) þar sem talið var að stjórnvöldum hefði verið veitt of víðtæk heimild til inngrips í atvinnuréttindi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.