Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2017, Page 12

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2017, Page 12
10 úr ríkissjóði vegna tjóns á æðarvarpinu sem var varið af ákvæði stjórnarskrár um vernd eignarréttar. Telja verður að bótaskylda ríkisins hafi verið byggð á almennum reglum um bótaábyrgð hins opinbera, enda ekki um það að ræða að eignarheimildir landeigandans hefðu verið teknar eignarnámi. Við aðgreiningu á eignarskerðingum, sem ekki teljast til eignar- náms í þrengri merkingu, liggur beint við að greina á milli bótaskyldra skerðinga og skerðinga sem menn þurfa að þola bótalaust (almennar takmarkanir á eignarrétti). Löggjafinn getur heimilað ýmsar takmark- anir á eignarrétti án þess að til bótaskyldu stofnist, en þær verða að eiga sér lagastoð, hvíla á málefnalegum grunni auk þess sem gæta verður jafnræðis og meðalhófs. Slíkar eignarskerðingar má greina í tvo flokka, þ.e. annars vegar venjuhelgaðar eignarskerðingar sem löng hefð er fyrir í réttarskipaninni og hins vegar almennar takmarkanir á eignarrétti. Hvað varðar hinar venjuhelguðu eignarskerðingar má sem dæmi nefna skatta, upptöku eigna í refsiskyni og brottfall réttinda fyrir fyrningu.14 Athafnir og reglur af þessu tagi hafa vissulega áhrif á eignarréttindi manna en um réttmæti þeirra rís sjaldan ágreiningur. 2.3 Almennar takmarkanir á eignarrétti Þegar litið er til almennra takmarkana á eignarrétti sem hvíla á lögum hafa dómstólar játað löggjafanum nokkuð svigrúm án þess að til bótaskyldu stofnist. Ekki eru til staðar einhlít svör um mörkin og hvenær nákvæmlega bótaskylda stofnast, enda þjóna lögbundnar takmarkanir mismunandi markmiðum og hafa afar misjöfn áhrif á eignarréttindin.15 Vegna þessa þarf að meta heildstætt alla þætti þeirrar eignarskerðingar sem um ræðir til að skera úr um hvort bótaskylda sé til staðar samkvæmt 72. gr. stjórnarskrárinnar. Nefna má tiltekin viðmið sem dómstólar hafa litið til við matið, en vægi þeirra og þýðing er misjöfn frá einu máli til annars. Ber þar einkum að líta til þess (i) hvort stofnað er til nýrra eignarheimilda til handa öðrum aðila en eigandanum, (ii) hver eru markmiðin að baki skerðingunni, svo sem 14 Sjá nánar Björg Thorarensen: Stjórnskipunarréttur. Mannréttindi, bls. 479-487. 15 Sjá t.d. Hrd. 2001, bls. 1169 (mál nr. 395/2000) (Hámark viðmiðunartekna o.fl.). Í málinu var tekist á um stjórnskipulegt gildi þágildandi ákvæðis 3. mgr. 7. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993. Í dómi Hæstaréttar sagði meðal annars: „Viðurkennt er að þrátt fyrir ákvæði 72. gr. stjórnarskrárinnar getur löggjafinn mælt fyrir um ýmiss konar takmarkanir á eignarrétti og eignarskerðingar án þess að til bóta komi, enda byggist þær á almennum efnislegum ástæðum og jafnræðis sé gætt.“ Þá hefur þetta verið orðað með þeim hætti að skerðing eignarréttinda sé innan þeirra marka sem 72. gr. stjórnarskrárinnar setur þar sem unnt sé að skerða eignarréttindi manna án þess að bætur komi fyrir, sbr. t.d. Hrd. 2000, bls. 1252 (mál nr. 340/1999) (óvirk lífeyrisréttindi).
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.