Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2017, Síða 15

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2017, Síða 15
13 lögmæti eignarnámsins.18 Í íslenskri dómaframkvæmd hefur þetta álitaefni einkum lotið að því hvort að skilyrðið um almenningsþörf hafi upphaflega verið fyrir hendi og/eða forsendur þess breyst síðar og þá sú réttarstaða að eignarnámsþoli gæti átt rétt til endurheimtu hinna eignarnumdu verðmæta.19 Af dómaframkvæmd sýnist mega draga þá ályktun að Hæstiréttur telji sig bæran til þess að taka síðar til endurskoðunar hvort að skilyrði hafi verið til eignarnáms og eftir atvikum hvort forsendur hafi breyst þannig að skilyrði hafi brostið. Er sú nálgun í samræmi við dómaframkvæmd Mannréttindadómstóls Evrópu, sbr. dóm MDE frá 2. júlí 2002 í máli nr. 48161/99 (Motais de Narbonne gegn Frakklandi) og dóm frá 13. júlí 2004 í máli nr. 40786/98 (Beneficio Capella Paolini gegn San Marínó) en í báðum málum var sú staða uppi að eignarnumið land hafði ekki enn verið tekið til áformaðra nota þegar dómar Mannréttindadómstólsins gengu.20 Á álitaefni um varanleika eignarnáms mun að einhverju leyti reyna í málum nr. 1828/06 (G.I.E.M. s.r.l. gegn Ítalíu), nr. 34163/07 (Hotel Promotions Bureau s.r.l. o.fl. gegn Ítalíu) og nr. 19029/11 (Falgest s.r.l. o.fl. gegn Ítalíu) sem hefur verið vísað til yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu. Í málunum reynir 18 Sjá til hliðsjónar dóm Hæstaréttar frá 11. febrúar 2016 í máli nr. 411/2015 (Varnargarður við Þórólfsfell). Í þessu samhengi er áhugavert álitaefni hver staðan sé væru framkvæmdir á grundvelli eignarnáms hafnar eða jafnvel lokið en síðar væri eignarnámið ógilt með dómi. Færa mætti rök að því að eignarnema bæri undir þeim kringumstæðum að fjarlægja þau mannvirki og rask sem um ræðir og/eða bæta fébótum það tjón sem framkvæmdir hafa valdið. Til samanburðar má benda á tilhögun byggingar- og skipulagslöggjafar sem mælir fyrir um slíkt undir þeim kringumstæðum að framkvæmda- eða byggingarleyfi reynast ógild, sbr. 3. mgr. 53. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 2. mgr. 55. gr. laga um mannvirki nr. 160/2010. Um sama atriði vísast til réttarframkvæmdar á grundvelli 2. mgr. 56. gr. eldri skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 sem var þó fortakslausari í þessa veru, sbr. t.d. dóm Hæstaréttar frá 6. nóvember 2008 í máli nr. 32/2008 (Suðurhús I) og dóm Hæstaréttar frá 22. nóvember 2012 í máli nr. 138/2012 (Suðurhús II). 19 Hrd. 1965, bls. 169 (Varmahlíð), Hrd. 1999, bls. 2777 (mál nr. 40/1999) (Krísuvík), Hrd. 2001, bls. 1090 (mál nr. 58/2000) (Vatnsendi), Hrd. 2003, bls. 1158 (mál nr. 388/2002) (Fífuhvammur). Af þessum dómum verður ráðið að gert sé ráð fyrir því að eignarnámsþoli kunni að eiga endurheimturétt sé fyrir hendi lagaheimild þess efnis eða „sérstakar aðstæður“, sbr. einkum Hrd. 2001, bls. 1090 (mál nr. 58/2000) (Vatnsendi). 20 Í dómi Mannréttindadómstóls Evrópu í máli Motais de Narbonne gegn Frakklandi frá 2. júlí 2002, mál nr. 48161/99, hafði land verið tekið eignarnámi árið 1982 til að byggja á því félagslegt húsnæði. Þau áform gengu ekki eftir og þegar dómur Mannréttindadómstólsins gekk 19 árum síðar hafði enn ekki verið hafist handa í samræmi við tilgang eignarnámsins. Í dómi Mannréttindadómstóls Evrópu í máli Beneficio Capella Paolini gegn San Marínó frá 13. júlí 2004, mál nr. 40786/98, höfðu yfirvöld tekið ákveðinn hluta lands í eigu kirkjunnar eignarnámi árið 1985 í þágu skipulags og átti verkefninu að vera lokið á tveimur árum. Þau áform gengu ekki eftir og lét kirkjan reyna á rétt sinn til þess að endurheimta hið eignarnumda. Í báðum tilvikum féllst Mannréttindadómstóllinn á að brotið hefði verið gegn lögvörðum eignarréttindum málsaðila, m.a. með vísan til þess að skilyrði um hagsmuni almennings (almenningsþörf) hefði ekki verið til staðar.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.