Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2017, Síða 16

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2017, Síða 16
14 meðal annars á eignarnám sem fram fór í þágu skipulags, en fyrir liggur að sá hluti landsins sem um ræðir var ekki nýttur í samræmi við skipulagið.21 3. AÐDRAGANDI ÁKVÖRÐUNAR UM EIGNARNÁM - NÁNAR UM ALMENNINGSÞÖRF OG LAGAHEIMILD Skýringu á skilyrðunum um lagaheimild og almenningsþörf er ekki að finna í almennum lögum, en nánar verður vikið að álitaefnum því tengdu í þessum og næsta kafla. Skilyrðinu um fullt verð eru settar formlegar skorður í lögum um framkvæmd eignarnáms nr. 11/1973 þar sem fjallað er um hlutverk matsnefndar eignarnámsbóta við ákvörðun bóta.22 Eignarnám á sér eðli málsins samkvæmt aðdraganda hverju sinni. Svo sem nánar verður fjallað um síðar er óhjákvæmilegt að stjórnvald, ellegar sá aðili annar, sem telur almenningsþörf standa til þess að öðlast ákveðin eignarréttindi, leiti fyrst allra leiða til þess að komast yfir þau með öðrum og vægari úrræðum en eignarnámi sem jafnan er lokaúrræði. Það er fyrst á því tímamarki sem slíkt er fullreynt sem til greina kemur að beita eignarnámi. Þá dugir ekki aðeins að sýna fram á almenningsþörf heldur verður fyrirhuguð eignarskerðing að eiga sér stoð í lögum, sbr. áskilnað 1. mgr. 72. gr. stjórnarskrár. Verður nú vikið nánar að skilyrðinu um almenningsþörf og þeirra krafna sem gerðar eru til lagaheimilda. 3.1 Almenningsþörf og útfærsla lagaheimilda Mat á því skilyrði 1. mgr. 72. gr. stjórnarskrár að eignarnám verði að byggjast á lagaheimild tengist órjúfanlega kröfunni um almennings- þörf. Síðastnefndur áskilnaður er óneitanlega matskenndastur þeirra þriggja skilyrða sem stjórnarskráin setur eignarnámi. Þó svo að hug- takið almenningsþörf sé ekki túlkað bókstaflega felst allt að einu í því sú fyrirætlan að samfélagslegir hagsmunir í einhverri merkingu verði að búa að baki kröfu um eignarnám þannig að alla jafnan verði persónulegir hagsmunir fárra einstaklinga ekki taldir nægja til þess 21 Málin voru flutt munnlega fyrir yfirdeild Mannréttindadómstólsins 2. september 2015, en dómur liggur ekki fyrir þegar grein þessi er rituð. 22 Lögin um framkvæmd eignarnáms hafa þó ekki að geyma eiginlegar efnisreglur sem beitt verður við það mat og leiðsögn er helst að finna í dómaframkvæmd og niðurstöðum matsnefndar eignarnámsbóta. Efnislegar kröfur 2. mgr. 72. gr. stjórnarskrár hafa verið taldar fela í sér að bætur verði að vera réttilega ákvarðaðar, tryggar auk þess sem takmörk eru fyrir því hvaða kostnaður af ákvörðun þeirra verði lagður á eignarnámsþola. Til hliðsjónar sjá Gauk Jörundsson: Eignaréttur, bls. 84.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.