Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2017, Blaðsíða 17

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2017, Blaðsíða 17
15 að uppfylla skilyrðið.23 Þetta er þó ekki án undantekninga og í því samhengi má benda á suma þá einstaklingsbundnu hagsmuni sem geta verið andlag 2. mgr. 50. gr. skipulagslaga, sbr. t.d. dóm Hæstaréttar frá 15. október 2015 í máli nr. 306/2015 (umferðarréttur við Laugaveg II).24 Hafa ber hugfast að við setningu laga þar sem eignarnám er heimilað vegna tiltekinna áforma, svo sem vegna veglagningar eða fram kvæmdar skipulags, hefur löggjafinn þegar tekið afstöðu til þess að eignarnám þjóni samfélagslegum hagsmunum. Í grein þessari er ekki efni til að fjalla ítarlega um heimild dómstóla til þess að endur- skoða efnislegt mat löggjafans á almenningsþörf. Ljóst má þó vera af dómaframkvæmd síðustu áratuga að rúmt vald dómstóla í þá veru er nú viðurkennt. 25 Sýnist sú endurskoðun a.m.k. ná til þess hvort mat löggjafans sé reist á málefnalegum forsendum og hvort gætt hafi verið lögmætra sjónarmiða við lagasetningu, einkum hvað varðar grund - vallar reglurnar um meðalhóf og jafnræði.26 Í því samhengi sem hér er til skoðunar má nefna dóm Hæstaréttar frá 15. nóvember 2012 í máli nr. 60/2012 (Hverfisgata). Málið varðaði raunar ekki stjórnskipulegt gildi eignarnámsheimildar heldur 55. gr. laga nr. 26/1994 um fjöleignarhús en þar er mælt fyrir um að heimilt sé að gera eiganda (eftir atvikum íbúum) að flytjast á brott og selja eignarhluta sinn í fjöleignarhúsi að nánari skilyrðum uppfylltum. Í málinu reyndi því fullum fetum á skilyrði 1. mgr. 72. gr. stjórnarskrár. Málið var höfðað af hálfu húsfélags gegn eiganda íbúðar í fjöleignarhúsi til 23 Ólafur Jóhannesson: Stjórnskipun Íslands, bls. 453 og Björg Thorarensen: Stjórn­ skipunarréttur. Mannréttindi, bls. 466-467. Sjá jafnframt Alf Ross: Dansk statsforfatningsret II. Kaupmannahöfn 1983, bls. 683. 24 Það mál átti sér þá sérstöku forsögu, sbr. dóm Hæstaréttar frá 8. október 2009 (mál nr. 118/2009) (Umferðarréttur við Laugarveg I) að mælt hafði verið fyrir um umferðarréttinn í deiliskipulagi en sú tilhögun sætti andmælum þess fasteignareiganda sem þola þurfti tilvist hans. Ætlaðir rétthafar hans létu þá í því máli reyna á viðurkenningarkröfu þess efnis að rétturinn væri fyrir hendi í samræmi við fyrirmæli í deiliskipulaginu. Um það sagði svo í forsendum Hæstaréttar: „Sú aðgerð að veita stefndu umferðarrétt samkvæmt deiliskipulaginu um land áfrýjanda fól í sér skerðingu á eignarréttindum hans. Við gerð deiliskipulagsins var þess hvorki freistað að afla samþykkis áfrýjanda við að láta eign sína af hendi eða heimila umferð ökutækja um hana né gripið til þeirra úrræða um eignarnám sem lög mæla fyrir um.“ Var viðurkenningarkröfunni því hafnað. 25 Sjá nánari umfjöllun um þetta álitaefni Björg Thorarensen: „Eðli mannréttindareglna í stjórnarskránni og eftirlitshlutverk dómstóla“, bls. 114-126, Björg Thorarensen: Stjórn­ skipunarréttur. Mannréttindi, bls. 63-68 og Valgerður Sólnes: „Neyðarlagadómarnir og friðhelgi eignarréttar", bls. 381-383. 26 Björg Thorarensen: Stjórnskipunarréttur. Mannréttindi, bls. 468. Sjá jafnframt Björg Thorarensen: Stjórnskipunarréttur. Undirstöður og handhafar ríkisvalds. Reykjavík 2015, bls. 640-642 og umfjöllun sama höfundar um endurskoðunarvald dómstóla í greininni: „Dómstólaeftirlit með Alþingi: Breytt valdahlutföll í stjórnskipuninni“. Stjórnmál og stjórnsýsla 2016, bls. 23-46.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.