Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2017, Page 20

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2017, Page 20
18 (umferðarréttur við Laugaveg II) þar sem eignarnám umferðarréttar var eingöngu í þágu tiltekinnar fasteignar í einkaeigu. Þá má sem dæmi nefna að ekkert stendur í vegi eignarnámi á grundvelli skipulagslaga til að unnt sé að byggja íbúðarhúsnæði í samræmi við samþykkt deiliskipulags, enda þótt einkaaðili annist framkvæmdir, eignist fast- eignirnar og geti selt þær á markaði.30 Við þær aðstæður yrði almennt litið svo á að eignarnám þjóni þeim samfélagslegu hagsmunum að tryggja framkvæmd skipulags á svæðinu, enda þótt einkaaðilar njóti jafn framt hags af eignarnáminu.31 Á eignarnám í þágu einkaaðila reyndi jafn framt í fyrrgreindum dómi Hæstaréttar frá 5. nóvember 2015 í máli nr. 173/2015 (Hestamannafélagið Funi) þar sem fyrirhugaður reiðstígur átti að vera í þágu einkaaðila en hvorki ríkisins né sveitarfélags.32 Þá þarf skilyrðið um að viðkomandi framkvæmd þjóni samfélagslegum hags munum að sjálfsögðu ætíð að vera uppfyllt í samræmi við kröfu 1. mgr. 72. gr. stjórnarskrárinnar um almenningsþörf. Enn fremur má finna lagaheimildir þar sem ráðgert er beinlínis að eignar nám sé framkvæmt í þágu tiltekinna fyrirtækja. Hér má sem dæmi nefna 27. gr. laga nr. 13/2001 um leit, rannsóknir og vinnslu kolvetnis þar sem ráðherra er veitt heimild til að taka eignarnámi fasteignir til að starfsemi geti farið fram samkvæmt lögunum, en sú starfsemi er almennt rekin af einkaaðilum. Þá má nefna 70. gr. fjarskiptalaga nr. 81/2003 þar sem ráðherra getur að nánar tilteknum skilyrðum upp fylltum beitt eignarnámi vegna þarfar fjarskiptafyrirtækis til að tryggja sér land, lóð eða aðra eign í sambandi við lagningu eða rekstur almennra fjarskiptavirkja. Enn eitt dæmi þessa er að finna í 23. gr. raforkulaga nr. 65/2003 þar sem gert er ráð fyrir því að ráðherra taki ákvörðun um eignarnám en afhendi því fyrirtæki sem hyggst framkvæma á grundvelli laganna þau verðmæti sem tekin eru eignar- námi. Nánar tiltekið er 1. mgr. 23. gr. svohljóðandi: 30 Sjá til hliðsjónar úr danskri framkvæmd MAD 2004.406, sbr. umfjöllun Hanne Mølbeck og Jens Flensborg: Ekspropriation i praksis, bls. 51-53. 31 Í ákvörðunum dönsku nefndarinnar natur- og miljöklagenavnet hefur verið fjallað um þetta með afgerandi hætti. Sjá t.d. MAD 2004.406 þar sem sagði: „Ekspropriationsadgangen er hverken efter grundloven eller efter planloven begrænset til offentlige formål, og den omstændighed, at ekspropriation kun kan ske, når almenvellet kræver det, udelukker ikke, at der kan eksproprieres til fordel for private, når der herigennem varetages en almen samfundsinteresse.“ 32 Sambærileg sjónarmið hafa verið talin gilda að dönskum rétti, sbr. t.d. Hanne Mølbeck og Jens Flensborg: Ekspropriation i praksis, bls. 52.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.