Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2017, Síða 26

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2017, Síða 26
24 önnur dæmi um almennar eignarnámsheimildir sem talsvert reynir á í framkvæmd má nefna 37. gr. vegalaga og 50. gr. skipulagslaga. 3.4 Nánar um útfærslu almennra eignarnámsheimilda Það er afar misjafnt hversu nákvæmar hinar almennu heimildir til eignarnáms eru, bæði hvað varðar andlag eignarnámsins, lögbundinn aðdraganda þess og málsmeðferð. Þannig er í sumum tilvikum fjallað nákvæmlega um til hvaða þátta eignarnám getur náð. Sem dæmi um mjög skýra afmörkun á andlagi eignarnáms má nefna 36. gr. orkulaga nr. 58/1967 þar sem eingöngu er gert ráð fyrir því að eignarnám geti náð til „utanhússpípulagna samhitunarkerfa“. Oftar er þó farin sú leið að tilgreina andlagið með rúmum og almennum hætti þannig að vandséð er hvers konar réttindi geti í reynd talist undanþegin. Sem dæmi um slíkt má á ný vísa til 23. gr. raforkulaga þar sem heimildin er afmörkuð við „nauðsynlegt land, landgæði, mannvirki, aðstöðu og önnur réttindi landeiganda að því leyti sem nauðsyn ber til“. Annað dæmi um rúma afmörkun er 29. gr. laga nr. 57/1998 um rannsóknir og nýtingu á auðlindum í jörðu, en þar er veitt heimild til þess að taka „auðlindir eignarnámi ásamt nauðsynlegu landi, mannvirkjum, aðstöðu til vinnslu auðlindanna og öðrum réttindum landeiganda“.48 Til samanburðar og sem dæmi um annars konar afmörkun á andlagi eignarnáms má nefna 27. gr. laga um leit, rannsóknir og vinnslu kolvetnis þar sem ráðherra er veitt heimild til að taka eignarnámi „fasteignir“ til að starfsemi geti farið fram samkvæmt lögunum. Við slíkar aðstæður reynir á skýringu hugtaksins fasteign, svo sem hvort heimildin nái til bygginga á viðkomandi landsvæði og takmarkaðra eignarréttinda sem því tengjast. Við úrlausn þessa yrði litið til almennrar skilgreiningar fasteignahugtaksins.49 Það má velta fyrir sér hvort það hafi efnislega þýðingu að telja með tæmandi hætti upp einstök réttindi sem tengst geta fasteign. Er eignarnámsheimild kolvetnislaga sem eingöngu tilgreinir „fasteign“ takmarkaðri af þessum sökum? Svara verður þeirri spurningu neitandi. 48 Sjá einnig 3. gr. orkulaga nr. 58/1967. Jafnframt lög nr. 9/2009 um uppbyggingu og rekstur fráveita, en þar er með 19. gr. ráðherra heimilað að „land og/eða lóðarréttindi verði tekin eignarnámi ásamt nauðsynlegum mannvirkjum aðstöðu og öðrum réttindum fasteignareiganda“ vegna lagningar fráveitu sveitarfélags í samræmi við ákvæði laganna. 49 Fasteign hefur verið skilgreind sem afmarkað land ásamt eðlilegum hlutum landsins, lífrænum og ólífrænum, og þeim mannvirkjum sem varanlega eru við landið skeytt, sbr. í dæmaskyni 1. mgr. 3. gr. laga nr. 6/2001 um skráningu og mat fasteigna og 2. gr. laga nr. 40/2002 um fasteignakaup. Sjá t.d. Ólaf Lárusson: Eignaréttur I. Reykjavík 1950, bls. 30, Gauk Jörundsson: Eignaréttur, bls. 41 og Þorgeir Örlygsson: Kaflar úr eignarétti I. Reykjavík 1998, bls. 59-61.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.