Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2017, Síða 29

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2017, Síða 29
27 deili skipu lags með vísan til 5. töluliðar 2. mgr. 32. gr. þágildandi skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.51 Í ákvæðinu var mælt fyrir um heimild sveitarstjórnar, að fenginni umsögn Skipulagsstofnunar og á grundvelli gildandi deiliskipulags, til eignarnáms á „lóð eða lóðarhluta sem stendur í vegi fyrir nýrri lóðaskiptingu sem ákveðin er í deiliskipulagi“. Ekki var talið að neinir þeir ágallar hefðu verið á umræddu deiliskipulagi sem varðað gætu ógildi þess. Þá var ekki talið sýnt fram á annmarka á málsmeðferð í aðdraganda töku ákvörðunar um eignarnám. Hvað varðar eignarnámsheimildina sagði nánar í héraðsdómi sem Hæstiréttur staðfesti með vísan til forsendna: „Er hér sérstaklega til þess að líta að í tilvitnuðu heimildarákvæði eru engin þau skilyrði sett fyrir eignarnámi sem beinlínis eru háð mati sveitarstjórnar og þar með endurskoðunarvaldi dómstóla.“ Samkvæmt þessu var raunar talið að lagaheimildin væri þannig framsett að ákvörðun um eignarnám hefði ekki verið háð mati stjórn- valds sem dómstólar gætu endurskoðað. Verður að skilja þetta svo að í reynd hafi lagaákvæðið ekki falið stjórnvaldinu efnislegt mat á því hvort skilyrði eignarnáms væru uppfyllt og þegar af þeirri ástæðu gætu dómstólar ekki endurskoðað slíkt. Ákvörðun um eignarnám var í þessum skilningi eingöngu formlegs eðlis. Að þessu gættu var kröfu um ógildingu eignarnámsins hafnað. Með hliðsjón af þeirri öru þróun sem sjá má stað í dómum liðinna ára og birtist í því að dómstólar ganga æ lengra í þá veru að endurskoða mat löggjafa og stjórnvalda, sbr. t.d. dóm Hæstaréttar frá 15. nóvember 2012 í málinu nr. 60/2012 (Hverfisgata), má velta því fyrir sér hvort að í dómsúrlausn í dag yrði talið heimilt að ganga lengra í þessu mati sem eftir atvikum tæki þá almennt til lagaheimildarinnar sem slíkrar. Í dómi Hæstaréttar frá 14. maí 2009 í máli nr. 346/2008 (vegalagning um Norðurárdal í Skagafirði) reyndi á gildi eignarnáms Vegagerðarinnar sem fram fór á grundvelli 9. kafla þágildandi vegalaga nr. 45/1994. Sérstaklega reyndi á beitingu heimildar til eignarnáms til þjóðvegagerðar með hliðsjón af svokölluðu veghelgunarsvæði samkvæmt 33. gr. laganna, 30 metra frá miðlínu vegar í hvora átt. Vegagerðin taldi að eignarnámið ætti að ná til lands undir 40 m breitt vegsvæði að flatarmáli 16,9 hektarar en eignarnámsþoli krafðist þess hins vegar að tekið yrði mið af veghelgunarsvæði og umfang eignarnámsins ákvarðað í samræmi 51 Ákvæði 5. tl. 2. mgr. 50. gr. gildandi skipulagslaga nr. 123/2010 er samhljóða hinu eldra ákvæði.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.