Tímarit lögfræðinga - 01.04.2017, Side 33
31
kröfur sem gerðar eru til undirbúnings eignarnámsákvörðunar, þar
með talið að gætt sé að meginreglum stjórnsýsluréttar og vönduðum
stjórnsýsluháttum.56
a) Hver fer með valdið til þess að taka ákvörðun um eignarnám?
Það heyrir til undantekninga, a.m.k. í seinni tíð, að ekki sé skýrlega
mælt fyrir um það í viðkomandi heimildarlögum hvaða stjórnvald
eða mögulega annar aðili, fari með ákvörðunarvaldið um beitingu
eignarnáms. Alla jafnan er það stjórnvald sem fer með fyrirsvar þeirra
hagsmuna sem eignarnámið lýtur að, en það er þó ekki einhlítt og
í sumum tilvikum er gert ráð fyrir því að fleiri aðilar (þá yfirleitt
stjórnvöld) komi að slíkri ákvarðanatöku.
Algengast er að æðstu handhöfum framkvæmdarvalds sé falin
ákvörðun um eignarnám, þ.e. þeim ráðherra sem fer með viðkomandi
málefnasvið. Sem dæmi má nefna 1. mgr. 50. gr. skipulagslaga þar sem
ráðherra er veitt heimild til eignarnáms og 29. gr. laga um rannsóknir
og nýtingu á auðlindum í jörðu þar sem ráðherra er veitt slík heimild.
Í sumum tilvikum er stjórnvöldum sem eru í fyrirsvari fyrir
eignarnema veitt ákvörðunarvald um hvort beita skuli eignarnámi.
Dæmi um slíkt er 1. mgr. 37. gr. vegalaga þar sem ráðgert er að Vega-
gerðin geti gripið til eignarnáms til þjóðvegagerðar og hvers kyns
veg halds. Það hefur raunar lengi loðað við eignarnámsheimildir
vega laga að þær séu ekki eins skýrar og ákjósanlegt væri. Var sú
raunin í X. kafla vegalaga nr. 6/1977 og IX. kafla vegalaga nr. 45/1994.
Við samningu frumvarps til gildandi vegalaga nr. 80/2007 sýnist
ekki hafa tekist nægilega vel að sníða agnúa af ákvæðum laganna
hvað þetta varðar, sbr. VII. kafli þeirra. Aðdragandi eignarnáms á
grundvelli 37. gr. laganna er um sumt óljós, m.a. um það hvernig staðið
skuli að ákvarðanatökunni og hver nákvæmlega hafi vald til að taka
ákvörðun um eignarnám.57 Þessi brestur á skýrleika vegalaga hefur
ítrekað orðið eignarnemum tilefni til þess að láta reyna á það hvaða
56 Hér má sem dæmi nefna dóm Hæstaréttar frá 6. desember 2012 í máli nr. 329/2012 (Útlaginn)
þar sem að minnsta kosti þríþættir gallar á undirbúningi og málsmeðferð leiddu til
ógildingar á eignarnámsákvörðun. Í héraðsdómi, sem staðfestur var með vísan til forsendna,
sagði meðal annars orðrétt: „Ákvörðun um eignarnám er mjög íþyngjandi ákvörðun sem
beinist gegn stjórnarskrárvörðum rétti einstaklings til friðhelgi eignarréttarins. Verður því
að gera ríkar kröfur um vandaðan undirbúning við töku slíkra stjórnvaldsákvarðana og
að stjórnvöld viðhafi vandaða stjórnsýsluhætti og gæti að meginreglum stjórnsýsluréttar.“
57 Þá er hugtakið eignarnám ekki notað í lagatextanum heldur er talað um „skerðingu
eignarréttinda“ sem er misvísandi enda ráðgera vegalög að fasteignaeigendur þurfi að
þola ýmsar takmarkanir og jafnvel skerðingar á eignarréttindum sínum án þess að bætur
komi fyrir.