Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2017, Page 33

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2017, Page 33
31 kröfur sem gerðar eru til undirbúnings eignarnámsákvörðunar, þar með talið að gætt sé að meginreglum stjórnsýsluréttar og vönduðum stjórnsýsluháttum.56 a) Hver fer með valdið til þess að taka ákvörðun um eignarnám? Það heyrir til undantekninga, a.m.k. í seinni tíð, að ekki sé skýrlega mælt fyrir um það í viðkomandi heimildarlögum hvaða stjórnvald eða mögulega annar aðili, fari með ákvörðunarvaldið um beitingu eignarnáms. Alla jafnan er það stjórnvald sem fer með fyrirsvar þeirra hagsmuna sem eignarnámið lýtur að, en það er þó ekki einhlítt og í sumum tilvikum er gert ráð fyrir því að fleiri aðilar (þá yfirleitt stjórnvöld) komi að slíkri ákvarðanatöku. Algengast er að æðstu handhöfum framkvæmdarvalds sé falin ákvörðun um eignarnám, þ.e. þeim ráðherra sem fer með viðkomandi málefnasvið. Sem dæmi má nefna 1. mgr. 50. gr. skipulagslaga þar sem ráðherra er veitt heimild til eignarnáms og 29. gr. laga um rannsóknir og nýtingu á auðlindum í jörðu þar sem ráðherra er veitt slík heimild. Í sumum tilvikum er stjórnvöldum sem eru í fyrirsvari fyrir eignarnema veitt ákvörðunarvald um hvort beita skuli eignarnámi. Dæmi um slíkt er 1. mgr. 37. gr. vegalaga þar sem ráðgert er að Vega- gerðin geti gripið til eignarnáms til þjóðvegagerðar og hvers kyns veg halds. Það hefur raunar lengi loðað við eignarnámsheimildir vega laga að þær séu ekki eins skýrar og ákjósanlegt væri. Var sú raunin í X. kafla vegalaga nr. 6/1977 og IX. kafla vegalaga nr. 45/1994. Við samningu frumvarps til gildandi vegalaga nr. 80/2007 sýnist ekki hafa tekist nægilega vel að sníða agnúa af ákvæðum laganna hvað þetta varðar, sbr. VII. kafli þeirra. Aðdragandi eignarnáms á grundvelli 37. gr. laganna er um sumt óljós, m.a. um það hvernig staðið skuli að ákvarðanatökunni og hver nákvæmlega hafi vald til að taka ákvörðun um eignarnám.57 Þessi brestur á skýrleika vegalaga hefur ítrekað orðið eignarnemum tilefni til þess að láta reyna á það hvaða 56 Hér má sem dæmi nefna dóm Hæstaréttar frá 6. desember 2012 í máli nr. 329/2012 (Útlaginn) þar sem að minnsta kosti þríþættir gallar á undirbúningi og málsmeðferð leiddu til ógildingar á eignarnámsákvörðun. Í héraðsdómi, sem staðfestur var með vísan til forsendna, sagði meðal annars orðrétt: „Ákvörðun um eignarnám er mjög íþyngjandi ákvörðun sem beinist gegn stjórnarskrárvörðum rétti einstaklings til friðhelgi eignarréttarins. Verður því að gera ríkar kröfur um vandaðan undirbúning við töku slíkra stjórnvaldsákvarðana og að stjórnvöld viðhafi vandaða stjórnsýsluhætti og gæti að meginreglum stjórnsýsluréttar.“ 57 Þá er hugtakið eignarnám ekki notað í lagatextanum heldur er talað um „skerðingu eignarréttinda“ sem er misvísandi enda ráðgera vegalög að fasteignaeigendur þurfi að þola ýmsar takmarkanir og jafnvel skerðingar á eignarréttindum sínum án þess að bætur komi fyrir.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.