Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2017, Síða 36

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2017, Síða 36
34 hafnarsjóðs Hornafjarðar í júní 1999. Eftir það fjallaði hafnarstjórn Hornafjarðar um málið og tók ákvörðun um eignarnámið og staðfesti bæjarstjórn þá ákvörðun í september 1999. Í dómi Hæstaréttar var því slegið föstu að sveitarstjórn hefði verið réttur aðili til að taka ákvörðun um eignarnám samkvæmt þágildandi 16. gr. hafnalaga. Um þetta sagði nánar tiltekið: „Er ljóst að vald til að taka ákvörðun af þeim toga, sem hér um ræðir, gat ekki verið í höndum annars en sveitarstjórnarinnar sjálfrar, sem fer með æðsta vald um fjárhagsleg málefni sveitarfélagsins, auk þess sem slík ákvörðun er einatt verulega íþyngjandi fyrir þann, sem hún beinist gegn.“ Þar sem ákvörðun um eignarnám hafði verið tekin af röngu stjórnvaldi var krafa sveitarfélagsins um umráð jarðefna í námunni ekki talin styðjast við gilda ákvörðun. Var því staðfest niðurstaða héraðsdóms um að hafna kröfu sveitarfélagsins um að fá umráðin með aðför. Sé ákvörðun um eignarnám ekki tekin af réttu stjórnvaldi er um að ræða valdþurrð þannig að stjórnvald hefur tekið afstöðu til máls sem fellur ekki undir valdsvið þess. Ákvörðun sem haldin er þessum annmarka telst ógild frá upphafi.63 Það skal svo áréttað að eignarnámsþoli nýtur málskots réttar til æðra stjórn valds sé slíkum rétti fyrir að fara. Augljóst má vera að í mörgum til vikum er því ekki svo farið taki ráðherra eignarnáms- ákvörðun í önd verðu. Sem dæmi um slíkan málskotsrétt má hins vegar nefna þann möguleika að skjóta ákvörðun um eignarnám sem tekin hefur verið af Vegagerðinni til ráðherra, sbr. VII. kafla og 57. gr. vegalaga. Óháð möguleikum á málskoti á stjórnsýslustigi verður ákvörðunin að sjálf sögðu borin undir dómstóla eftir almennum reglum. b) Ákvörðun tekin af hæfu stjórnvaldi Ákvörðun um eignarnám verður að sjálfsögðu að vera tekin af hæfu stjórnvaldi, enda er hún ella ekki gild.64 Að sjónarmiðum í þessa veru hefur að nokkru verið vikið hér að framan. Um hæfiskröfur er að öðru 63 Páll Hreinsson: Stjórnsýsluréttur – Málsmeðferð. Reykjavík 2013, bls. 244-246. 64 Á röksemdir um vanhæfi þess sem tók ákvörðun um eignarnám reyndi meðal annars í dómi Hæstaréttar frá 18. maí 2006 í máli nr. 511/2005 (Gullver). Byggt var á því að samgöngu ráðherra og starfsmenn í samgönguráðuneytinu hefðu verið vanhæfir til þess að fjalla um beiðni Landssímans um eignarnám þar sem samgönguráðherra væri yfirmaður og forráðamaður fyrir hlut ríkisins í félaginu. Ekki var fallist á þetta með vísan til þess að Landssíminn væri hlutafélag með sjálfstæða stjórn og að öðru leyti ekki fyrir hendi aðstæður sem leiddu til vanhæfis að lögum.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.