Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2017, Page 40

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2017, Page 40
38 Úr eignarnámsframkvæmd má sjá a.m.k. tvö skýr dæmi þess að brot á andmælarétti hafi valdið ógildi eignarnámsákvörðunar. Er raunar athyglisvert að yfir þrír áratugir líða milli þessara tveggja dóma sem mögulega er til marks um það að stjórnvöld hugi jafnan að andmælarétti við eignarnámsákvarðanir sínar. Fyrra tilvikið er Hrd. 1980, bls. 1763 (Lagarfell í Fellahreppi) en með þeim dómi var eignarnám og ákvörðun matsnefndar eignarnámsbóta ógilt þar sem andmælaréttur var brotinn við eignarnámsákvörðunina. Síðara tilvikið er fyrrgreindur dómur Hæstaréttar frá 6. desember 2012 í máli nr. 329/2012 (Útlaginn). Málið varðaði eignarnámsákvörðun sveitarfélagsins Hrunamannahrepps frá 5. nóvember 2008 þar sem land var tekið eignarnámi að fenginni umsögn Skipulagsstofnunar. Var ákvörðunin tilkynnt eignarnámsþola með bréfi næsta dag. Í kjölfar ábendingar til Skipulagsstofnunar um að umsögn hennar hefði verið byggð á ófullkomnum gögnum dró hún hana til baka. Veitti stofnunin síðan nýja umsögn þar sem fallist var á eignarnám á hluta þess lands sem um ræddi. Tók sveitarfélagið aftur ákvörðun um eignarnám 7. janúar 2009 á grundvelli hinnar nýju umsagnar og var ákvörðunin tilkynnt eignarnámsþola með bréfi 2. mars sama ár. Eignarnámsþoli byggði meðal annars á því að honum hefði ekki verið gefinn kostur á að tjá sig um málið áður en ný ákvörðun um eignarnám var tekin. Um þetta segir svo í forsendum héraðsdóms sem Hæstiréttur staðfesti: „Þó vegur þyngst að stefnanda var ekki gefinn kostur á að tjá sig um málið áður en það var til lykta leitt á hreppsnefndarfundi þann 7. janúar 2009 á grundvelli nýrra gagna og upplýsinga, sem gögn málsins benda til að hefðu haft verulega þýðingu fyrir stefnanda. Var þannig brotinn á stefnanda andmælaréttur samkvæmt 13. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993.“ Tengsl andmælaréttar og rannsóknarreglunnar eru augljós. Af dóma- framkvæmd Hæstaréttar í málum sem varða eignarnám má enda glögglega sjá að nýting eignarnámsþola á andmælarétti sínum, svo sem með athugasemdum og framlagningu gagna, kallar á enn ríkari rannsóknarskyldu stjórnvaldsins, sbr. til hliðsjónar fyrrgreinda dóma Hæstaréttar frá 11. febrúar 2016 í máli nr. 411/2015 (Varnargarður við Þórólfsfell) og 12. maí 2016 í málum nr. 511/2015 o.fl. (Suðurnesjalína 2). Í dómi Hæstaréttar frá 15. júní 2017 í máli nr. 193/2017 (Kröflulína 4 og 5) var borið við broti á andmælarétti til stuðnings kröfu um ógildingu eignarnámsákvörðunar. Sá athyglisverði flötur var uppi í málinu að eftir að eignarnámsbeiðni kom til meðferðar ráðuneytisins hafði það frumkvæði að því að kalla eftir frekari sérfræðilegum gögnum.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.