Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2017, Side 44

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2017, Side 44
42 Önnur birtingarmynd meðalhófs í þessu samhengi birtist í 1. mgr. 3. gr. laga nr. um framkvæmd eignarnáms þar sem mælt er fyrir um það að almennt sé heimilt að ganga skemur við eignarnám en heimildarlögin gera ráð fyrir, svo sem þannig að eingöngu sé aflað eignarréttar að tilteknum mannvirkjum á landi eða að gert sé eignar- nám í takmörkuðum eignarréttindum.71 Meðalhóf gegnir lykilhlutverki við hið efnislega mat stjórnvalds á því hvort heimila skuli eignarnám og tengist öllum þáttum matsins. Krafan um meðalhóf felst að sínu leyti í áskilnaði 72. gr. stjórnar- skrárinnar og þess má einnig finna dæmi að vísað sé almennt til meðalhófsreglu stjórnskipunarréttar í dómum sem varða lögmæti ákvörðunar um eignarnám, sbr. t.d. dóma Hæstaréttar frá 12. maí 2016 í málum nr. 511/2015 o.fl. (Suðurnesjalína 2) og dóm frá 15. júní 2017 í máli nr. 193/2017 (Kröflulína 4 og 5). Þá eru stjórnvöld jafnframt bundin af meðalhófsreglu 12. gr. stjórnsýslulaga þegar tekin er ákvörðun um eignarnám. Þessi grunnkrafa hefur þýðingu við mat á tímasetningu eignarnáms, hvenær samningar hafa verið fullreyndir, umfangi eignar- náms og þeirri leið sem valin er vegna framkvæmdar. b) Tímasetning eignarnáms Mikilvægur þáttur í aðdraganda eignarnámsákvörðunar er skoðun á því hvort að tímabært sé að heimila eignarnám. Mat á því skilyrði helst, eðli málsins samkvæmt, að nokkru í hendur við þann áskilnað að eignarnám sé sannarlega lokaúrræði og að samningaviðræður hafi verið fullreyndar. Þegar eignarnámi er beitt í þágu tiltekinnar framkvæmdar ætti nauðsynlegum aðdraganda og undirbúningi fram- kvæmdar, þar með talið öflun tilskilinna leyfa, að jafnaði að vera lokið. Í dómi Hæstaréttar frá 13. maí 2015 í máli nr. 53/2015 (umráðataka vegna Suðurnesjalínu 2)72 er að finna athyglisverða greiningu á skilyrðum og efnisþáttum kröfunnar um almenningsþörf í 72. gr. stjórnarskrár og þeirri sjálfstæðu þýðingu sem tímasetning getur haft við það mat. Landsnet sem fengið hafði heimild til eignarnáms á spildum úr landi jarða á Vatnsleysuströnd í tilefni af framkvæmdum við að reisa og reka flutningsvirkið Suðurnesjalínu 2, studdi eignarnámið rökum um 71 Í umfjöllun um umfang eignarnáms síðar í kafla 4.3 verða reifaðir nánar dómar sem tengjast þessu álitaefni og þá jafnframt því hvaða efnislega inntak eignarnámsheimildin ráðgerir, sbr. í dæmaskyni dóm aukadómþings Gullbringusýslu frá 27. janúar 1985 (flugvöllur), dóm Hæstaréttar frá 14. maí 2009 í máli nr. 346/2008 (vegalagning í Norðurárdal) og dóm Hæstaréttar 15. október 2015 í máli nr. 306/2015 (umferðarréttur við Laugaveg II). 72 Á efnislegt gildi eignarnámsákvörðunar reyndi síðan í fyrrnefndum dómum Hæstaréttar frá 12. maí 2016 í málum nr. 511, 512, 513 og 541/2015.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.