Tímarit lögfræðinga - 01.04.2017, Qupperneq 44
42
Önnur birtingarmynd meðalhófs í þessu samhengi birtist í 1. mgr.
3. gr. laga nr. um framkvæmd eignarnáms þar sem mælt er fyrir
um það að almennt sé heimilt að ganga skemur við eignarnám en
heimildarlögin gera ráð fyrir, svo sem þannig að eingöngu sé aflað
eignarréttar að tilteknum mannvirkjum á landi eða að gert sé eignar-
nám í takmörkuðum eignarréttindum.71
Meðalhóf gegnir lykilhlutverki við hið efnislega mat stjórnvalds á
því hvort heimila skuli eignarnám og tengist öllum þáttum matsins.
Krafan um meðalhóf felst að sínu leyti í áskilnaði 72. gr. stjórnar-
skrárinnar og þess má einnig finna dæmi að vísað sé almennt til
meðalhófsreglu stjórnskipunarréttar í dómum sem varða lögmæti
ákvörðunar um eignarnám, sbr. t.d. dóma Hæstaréttar frá 12. maí 2016 í
málum nr. 511/2015 o.fl. (Suðurnesjalína 2) og dóm frá 15. júní 2017 í máli
nr. 193/2017 (Kröflulína 4 og 5). Þá eru stjórnvöld jafnframt bundin af
meðalhófsreglu 12. gr. stjórnsýslulaga þegar tekin er ákvörðun um
eignarnám. Þessi grunnkrafa hefur þýðingu við mat á tímasetningu
eignarnáms, hvenær samningar hafa verið fullreyndir, umfangi eignar-
náms og þeirri leið sem valin er vegna framkvæmdar.
b) Tímasetning eignarnáms
Mikilvægur þáttur í aðdraganda eignarnámsákvörðunar er skoðun
á því hvort að tímabært sé að heimila eignarnám. Mat á því skilyrði
helst, eðli málsins samkvæmt, að nokkru í hendur við þann áskilnað
að eignarnám sé sannarlega lokaúrræði og að samningaviðræður
hafi verið fullreyndar. Þegar eignarnámi er beitt í þágu tiltekinnar
framkvæmdar ætti nauðsynlegum aðdraganda og undirbúningi fram-
kvæmdar, þar með talið öflun tilskilinna leyfa, að jafnaði að vera lokið.
Í dómi Hæstaréttar frá 13. maí 2015 í máli nr. 53/2015 (umráðataka vegna
Suðurnesjalínu 2)72 er að finna athyglisverða greiningu á skilyrðum og
efnisþáttum kröfunnar um almenningsþörf í 72. gr. stjórnarskrár og
þeirri sjálfstæðu þýðingu sem tímasetning getur haft við það mat.
Landsnet sem fengið hafði heimild til eignarnáms á spildum úr landi
jarða á Vatnsleysuströnd í tilefni af framkvæmdum við að reisa og
reka flutningsvirkið Suðurnesjalínu 2, studdi eignarnámið rökum um
71 Í umfjöllun um umfang eignarnáms síðar í kafla 4.3 verða reifaðir nánar dómar sem
tengjast þessu álitaefni og þá jafnframt því hvaða efnislega inntak eignarnámsheimildin
ráðgerir, sbr. í dæmaskyni dóm aukadómþings Gullbringusýslu frá 27. janúar 1985
(flugvöllur), dóm Hæstaréttar frá 14. maí 2009 í máli nr. 346/2008 (vegalagning í Norðurárdal)
og dóm Hæstaréttar 15. október 2015 í máli nr. 306/2015 (umferðarréttur við Laugaveg II).
72 Á efnislegt gildi eignarnámsákvörðunar reyndi síðan í fyrrnefndum dómum Hæstaréttar
frá 12. maí 2016 í málum nr. 511, 512, 513 og 541/2015.