Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2017, Qupperneq 45

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2017, Qupperneq 45
43 almenningsþörf samkvæmt áskilnaði 1. mgr. 72. gr. stjórnarskrárinnar. Í kjölfarið fór Landsnet þess á leit við matsnefnd eignarnámsbóta að heimiluð yrði umráðataka hins eignarnumda lands samkvæmt undantekningarreglu 14. gr. laga um framkvæmd eignarnáms, áður en fram færi mat á fjárhæð eignarnámsbóta. Krafa um umráðatöku var studd sömu rökum og áður var getið um að framkvæmdin væri í almannaþágu. Um lagaskilyrði þessa segir Hæstiréttur: „Í 1. mgr. 14. gr. laga nr. 11/1973 kemur fram að matsnefnd eignarnámsbóta geti heimilað eignarnema að taka umráð þess verðmætis sem eignarnám beinist að og ráðast í þær framkvæmdir sem eru tilefni eignarnámsins þótt mati sé ekki lokið. Af orðalagi ákvæðisins og lögskýringargögnum leiðir að við það er miðað að þessarar heimildar sé fyrst og fremst neytt þegar eignarnema er tímans vegna af sérstökum ástæðum mikil nauðsyn á að fá fljótt umráð eignarnumins verðmætis og honum yrði verulegt óhagræði af því að bíða eftir ákvörðun bóta. Er samkvæmt þessu ljóst að hagsmunir eignarnema af því almennt séð að fá fljótt umráð hins eignarnumda geta ekki skipt máli þegar metið er hvort skilyrðum 1. mgr. 14. gr. laganna sé fullnægt. Meira þarf til að koma svo sem sérstakar aðstæður sem geta valdið seinkun framkvæmda eða gert þær óhagkvæmari en gengið var út frá í upphafi og tengjast veðurfari eða öðrum ytri aðstæðum í náttúrunni. [...] Eignarnemi sem óskar þess að neyta heimildar samkvæmt 14. gr. laga nr. 11/1973 þarf að beina erindi um slíkt til matsnefndar eignarnámsbóta og færa þar fram rök fyrir því að fullnægt sé lagaskilyrðum til að verða við beiðni hans. Metur nefndin það síðan á grundvelli framkominna gagna hvort lagaskilyrðum sé fullnægt til að verða við beiðninni og ber nefndinni í því sambandi að líta til þess að um undantekningarákvæði er að ræða. Þarf samkvæmt þessu að vera hafið yfir vafa að fullnægt sé þeim skilyrðum sem að lögum eru sett fyrir því að vikið verði frá meginreglu 13. gr. laga nr. 11/1973. Eins og í hinum áfrýjaða dómi greinir nægir eignarnema í þessu sambandi almennt ekki að vísa til þess að eignarnám þjóni almannahagsmunum þannig að fullnægt sé áskilnaði 72. gr. stjórnarskrárinnar um almenningsþörf, heldur verður hann að færa að því rök að tafarlaus umráðataka sé nauðsynleg.“73 [áherslubreyting höfunda] Af dóminum má hafa nokkra leiðbeiningu við mat á tímasetningu sem þætti í eignarnámsákvörðun, enda þótt málið hafi varðað beitingu undantekningarreglu 14. gr. laga um framkvæmd eignarnáms. Af áherslum í dóminum er skýrt að gera verður greinarmun á því hvort eignarnám teljist nauðsynlegt annars vegar og því hvort til staðar sé brýn þörf til umráðatöku hins vegar. Dómurinn sýnir glögglega að 73 Hæstiréttur hafnaði umráðatökukröfunni og snéri þannig við héraðsdómi sem hafði staðfest niðurstöðu matsnefndar eignarnámsbóta öndverðs efnis.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.