Tímarit lögfræðinga - 01.04.2017, Blaðsíða 51
49
að því hvort nauðsynlegt sé að taka bein eignarréttindi eignarnámi eða
hvort nægjanlegt sé að eignarnám nái aðeins til óbeinna eignarréttinda.
Jafn framt tengist umfang eignarnáms álitaefnum um útfærslu leiða
við einstaka framkvæmd, svo sem val mismunandi vegleiða eða
tækni legra lausna sem geta náð markmiði framkvæmdar. Í þessari
umfjöllun er vísað til umfangs í þrengri skilningi sem spurningar
um stærð hins eignarnumda og eðlis þeirra réttinda sem tekin eru
eignar námi. Önnur álitaefni verða hins vegar rædd í samhengi við
umfjöllun um val á færum leiðum vegna tiltekinnar framkvæmdar.
Þess ber að að geta að í dómaframkvæmd Hæstaréttar finnast
ekki skýr dæmi ágreinings sem beinlínis lítur að stærðarafmörkun.80
Í dómi Hæstaréttar frá 14. maí 2009 í máli nr. 346/2008 (vegalagning í
Norðurárdal), sem áður hefur verið fjallað um, reyndi þó á það álitaefni
undir öfugum formerkjum. Aðila greindi á um hvort miða ætti mörk
eignarnáms við 40 metra breitt vegstæði eða hvort taka ætti tillit til
veghelgunarsvæðis, sbr. þágildandi 33. og 36. gr. vegalaga nr. 45/1994.
Eignarnámsþoli taldi að miða bæri eignarnámsbætur við 60 metra
breitt vegstæði enda væri allt veghelgunarsvæðið honum einskis virði
og því í raun eignarnumið. Féllst matsnefnd eignarnámsbóta á það
sjónarmið og mat eignarnámsþola bætur á þeim grunni. Vegagerðin
undi ekki þeirri niðurstöðu og á málið reyndi fyrir dómstólum.
Í forsendum héraðsdóms sagði svo um þetta álitaefni:
„Stefnendur hafa fengið greiddar bætur vegna lagningu nýs vegar sem miðast
við 40 metra breitt vegarstæði. Vegna vegarins má ekki staðsetja mannvirki
eða grafa framræsluskurði nær veginum en 30 metra frá miðlínu hans,
sbr. 33. og 36. gr. vegalaga. Hagnýting eignar sætir því takmörkum og er
eignarréttur þannig skertur. Hins vegar er ekki um sviptingu eignarráða að
ræða og geta stefnendur nýtt landsvæðið að öðru leyti. Reynir hér á mörkin
milli eignarnáms og eignartakmarkana. Líta verður til þess að í vegalögum
er ekki mælt fyrir um neinar bætur fyrir þessar takmarkanir. Er hér um
almennar kvaðir að ræða sem hvíla á öllum landeigendum. Enn fremur
80 Í aukadómþingsmáli Gullbringusýslu nr. 277/1983 létu landeigendur á Miðnesheiði reyna
á eignarnám ráðherra á beitarréttindum þeirra. Árið 1944 hafði ríkið tekið eignarnámi land
viðkomandi aðila að öðru leiti en beitarréttindi á landinu sem landeigendur héldu áfram
og nýttu vegna búrekstrar. Síðara eignarnámið, sem reyndi á í málinu, fór fram 1982 og tók
þá til þeirra beitarréttinda sem skilin höfðu verið eftir á hendi eignarnámsþola hið fyrra
sinni. Beitarréttindin voru að öllu leyti innan svokallaðrar „markalínu varnarsvæðisins“ en
að stærstum hluta utan girðingar sem þá lá utan um Keflavíkurflugvöll. Reyndi m.a. á það
í málinu hvort að þörf hefði verið á því að taka beitarréttindi utan girðingar eignarnámi.
Féllst meirihluti dómsins, tveir dómarar, á það með eignarnema að eignarnámið tæki
til beitarréttinda á öllu svæðinu en einn dómari taldi hins vegar ekki sýnt fram á að
almenningsþörf útheimti eignarnám beitarréttinda utan umræddrar flugvallargirðingar
og því bæri að takmarka eignarnámið við beitarréttindi innan hennar.