Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2017, Qupperneq 51

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2017, Qupperneq 51
49 að því hvort nauðsynlegt sé að taka bein eignarréttindi eignarnámi eða hvort nægjanlegt sé að eignarnám nái aðeins til óbeinna eignarréttinda. Jafn framt tengist umfang eignarnáms álitaefnum um útfærslu leiða við einstaka framkvæmd, svo sem val mismunandi vegleiða eða tækni legra lausna sem geta náð markmiði framkvæmdar. Í þessari umfjöllun er vísað til umfangs í þrengri skilningi sem spurningar um stærð hins eignarnumda og eðlis þeirra réttinda sem tekin eru eignar námi. Önnur álitaefni verða hins vegar rædd í samhengi við umfjöllun um val á færum leiðum vegna tiltekinnar framkvæmdar. Þess ber að að geta að í dómaframkvæmd Hæstaréttar finnast ekki skýr dæmi ágreinings sem beinlínis lítur að stærðarafmörkun.80 Í dómi Hæstaréttar frá 14. maí 2009 í máli nr. 346/2008 (vegalagning í Norðurárdal), sem áður hefur verið fjallað um, reyndi þó á það álitaefni undir öfugum formerkjum. Aðila greindi á um hvort miða ætti mörk eignarnáms við 40 metra breitt vegstæði eða hvort taka ætti tillit til veghelgunarsvæðis, sbr. þágildandi 33. og 36. gr. vegalaga nr. 45/1994. Eignarnámsþoli taldi að miða bæri eignarnámsbætur við 60 metra breitt vegstæði enda væri allt veghelgunarsvæðið honum einskis virði og því í raun eignarnumið. Féllst matsnefnd eignarnámsbóta á það sjónarmið og mat eignarnámsþola bætur á þeim grunni. Vegagerðin undi ekki þeirri niðurstöðu og á málið reyndi fyrir dómstólum. Í forsendum héraðsdóms sagði svo um þetta álitaefni: „Stefnendur hafa fengið greiddar bætur vegna lagningu nýs vegar sem miðast við 40 metra breitt vegarstæði. Vegna vegarins má ekki staðsetja mannvirki eða grafa framræsluskurði nær veginum en 30 metra frá miðlínu hans, sbr. 33. og 36. gr. vegalaga. Hagnýting eignar sætir því takmörkum og er eignarréttur þannig skertur. Hins vegar er ekki um sviptingu eignarráða að ræða og geta stefnendur nýtt landsvæðið að öðru leyti. Reynir hér á mörkin milli eignarnáms og eignartakmarkana. Líta verður til þess að í vegalögum er ekki mælt fyrir um neinar bætur fyrir þessar takmarkanir. Er hér um almennar kvaðir að ræða sem hvíla á öllum landeigendum. Enn fremur 80 Í aukadómþingsmáli Gullbringusýslu nr. 277/1983 létu landeigendur á Miðnesheiði reyna á eignarnám ráðherra á beitarréttindum þeirra. Árið 1944 hafði ríkið tekið eignarnámi land viðkomandi aðila að öðru leiti en beitarréttindi á landinu sem landeigendur héldu áfram og nýttu vegna búrekstrar. Síðara eignarnámið, sem reyndi á í málinu, fór fram 1982 og tók þá til þeirra beitarréttinda sem skilin höfðu verið eftir á hendi eignarnámsþola hið fyrra sinni. Beitarréttindin voru að öllu leyti innan svokallaðrar „markalínu varnarsvæðisins“ en að stærstum hluta utan girðingar sem þá lá utan um Keflavíkurflugvöll. Reyndi m.a. á það í málinu hvort að þörf hefði verið á því að taka beitarréttindi utan girðingar eignarnámi. Féllst meirihluti dómsins, tveir dómarar, á það með eignarnema að eignarnámið tæki til beitarréttinda á öllu svæðinu en einn dómari taldi hins vegar ekki sýnt fram á að almenningsþörf útheimti eignarnám beitarréttinda utan umræddrar flugvallargirðingar og því bæri að takmarka eignarnámið við beitarréttindi innan hennar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.