Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2017, Page 52

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2017, Page 52
50 verður að horfa til þess að landsvæðið er ekki líklegt byggingarland. Að öllu þessu virtu er ekki fallist á að stefnendur eigi rétt til bóta vegna þeirra kvaða sem leiða af 33. og 36. gr. vegalaga.“ Í dómi Hæstaréttar þar sem ekki er vísað til forsendna héraðsdóms segir: „Í málinu hefur stefndi borið því við að vegsvæðið gegnum land áfrýjenda, sem umlukið sé girðingu, sé að meðaltali þrengra en þeir 40 m, sem eignar- námsbætur hafi þegar verið greiddar fyrir. Gegn þessu hafa áfrýjendur ekki fært fram haldbær andmæli. Til þess verður og að líta að samhliða því að nýr vegur var gerður um jarðir áfrýjenda var lagður þar niður eldri vegur. Þótt hann sé enn til er óumdeilt að hann sé ekki lengur ætlaður umferð að öðru leyti en sem reiðvegur, svo og til rekstrar búfjár. Honum fylgja því ekki lengur þau eignarhöft á landi áfrýjenda, sem leiddu af ákvæðum 33. gr. þágildandi vegalaga, en sams konar höft stafa nú af hinum nýja vegi.“ Af þessu verður ekki ráðið að Hæstiréttur taki efnislega afstöðu til þess álitaefnis sem laut að stærð hins eignarnumda. Í dómi Hæstaréttar frá 15. júní 2017 í máli nr. 193/2017 (Kröflulína 4 og 5) var fjallað um lögmæti ákvörðunar atvinnuvega- og nýsköp- unarráðuneytisins frá 14. október 2016 um heimild Landsnets til að framkvæma eignarnám til ótímabundinna afnota vegna lagningar tveggja 220 kV háspennulína frá Kröflu að Þeistareykjum, Kröflulínu 4 og 5. Í málinu var því meðal annars borið við af hálfu eignarnámsþola sem kröfðust ógildingar ákvörðunarinnar að ekki væri þörf fyrir þá miklu flutningsgetu sem ráðgerð væri og í stað tveggja 220 kV flutningslína dygði ein slík eða tvær 120 kV línur. Ekki var fallist á að flutningsþörf væri ofmetin og því þörf á því að taka land eignarnámi undir tvær 220 kV háspennulínur. Það er skýrt af dómaframkvæmd að eignarnám getur tekið bæði til beinna og takmarkaðra eignarréttinda, svo sem leiguréttinda og veðréttinda, og fær það jafnframt stoð í 3. gr. laga um framkvæmd eignarnáms. Sem dæmi má nefna að ef fasteign er tekin eignarnámi njóta eigandinn, leigutaki, veðhafar og eftir atvikum aðrir sem verða fyrir tjóni réttar til fullra bóta í samræmi við 72. gr. stjórnarskrárinnar. Á þetta reyndi í nýlegum dómi Hæstaréttar frá 15. október 2015 í máli nr. 306/2015 (Umferðarréttur við Laugaveg II). Vegna deiliskipulags, sem gerði ráð fyrir umferðarrétti yfir baklóð áfrýjanda við Laugaveg, hafði Reykjavíkurborg tekið ákvörðun um eignarnám umferðarréttar um lóðina. Áfrýjandi hélt því meðal annars fram til stuðnings kröfu sinni um ógildingu ákvörðunarinnar að sveitarstjórn væri á grundvelli
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.