Tímarit lögfræðinga - 01.04.2017, Page 54
52
Þær eignarnámsheimildir sem reyndi á í dómum Hæstaréttar frá 12.
maí 2016 í málum nr. 511/2015 o.fl. (Suðurnesjalína 2) vörðuðu ótímabundin
afnot af landsvæði til að leggja háspennulínu, ásamt burðarvirkjum
og vegslóðum. Með hliðsjón af þeirri kvöð sem var lögð á viðkomandi
landsvæði má þó halda því fram að afnotarétturinn sé nærri því að
jafngilda yfirfærslu beins eignarréttar að landsvæðinu.
Að framangreindu gættu og í samræmi við sjónarmið um meðal hóf
ber eignarnema að stofna til takmarkaðra fremur en beinna eignar-
réttinda dugi það til að ná þeim markmiðum sem að er stefnt með
eignarnámi.
e) Þýðing meðalhófs við val á færum leiðum
Hér á eftir verður sjónum beint að álitaefnum um útfærslu fram-
kvæmdar sem tekin hefur verið ákvörðun um að ráðast í á grundvelli
almannahagsmuna. Þar vakna spurningar um val á staðsetningu
hennar, svo sem mismunandi vegleiðum, eða tæknilegar útfærslur
eins og hvort leggja skuli loftlínu eða jarðstreng til að styrkja raforku-
flutningskerfið. Þess ber þó að gæta að þetta eru í mörgum tilvikum
atriði sem huga þarf að mun fyrr í ferlinu, svo sem við gerð skipulags
og mat á umhverfisáhrifum.
Við umfjöllun á álitaefnum þessu tengdu er dómur Hæstaréttar frá
19. mars 2009 í máli nr. 425/2008 (Brekka í Núpasveit) stefnumarkandi.
Eignarnámsþolar áttu jörðina Brekku í Öxarfirði. Næstu jarðir sunnan
við hana voru í eigu íslenska ríkisins. Árið 2002 hóf Vegagerðin undir-
búning að gerð Norðausturvegar um Öxarfjarðarheiði milli Öxarfjarðar
og Þistilfjarðar. Þrír kostir lágu fyrir um legu vegarins, tveir um jörð
eignarnámsþola en einn alfarið um land ríkisins. Ágreiningur reis
um hvaða leið skyldi valin. Sveitarfélagið gaf út framkvæmdaleyfi til
lagningar vegar um land eignarnámsþola og á þeim grundvelli beitti
Vegagerðin eignarnámsheimild þágildandi vegalaga. Eignarnámsþolar
höfðuðu dómsmál og kröfðust ógildingar framkvæmdaleyfis og
ákvörðunar um eignarnám. Ógildingarkrafan byggði á nokkrum máls-
ástæðum og þar á meðal þeirri að brotið hefði verið gegn meðalhófi
með vali á veglínu og eftirfarandi eignarnámi. Um þá málsástæðu
segir svo í forsendum Hæstaréttar:
„Eignarréttur þeirra er varinn af 1. mgr. 72. gr. stjórnarskrárinnar, sem
heimilar því aðeins skerðingu þess réttar að almenningsþörf krefji, en við
mat á því verður að gæta meðalhófs. Ef unnt var með ásættanlegum hætti
að ná markmiði þessarar framkvæmdar með því að leggja veginn um eigið
land ríkisins bar stefnda Vegagerðinni að fara þá leið. [áherslubr. höfunda]