Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2017, Blaðsíða 54

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2017, Blaðsíða 54
52 Þær eignarnámsheimildir sem reyndi á í dómum Hæstaréttar frá 12. maí 2016 í málum nr. 511/2015 o.fl. (Suðurnesjalína 2) vörðuðu ótímabundin afnot af landsvæði til að leggja háspennulínu, ásamt burðarvirkjum og vegslóðum. Með hliðsjón af þeirri kvöð sem var lögð á viðkomandi landsvæði má þó halda því fram að afnotarétturinn sé nærri því að jafngilda yfirfærslu beins eignarréttar að landsvæðinu. Að framangreindu gættu og í samræmi við sjónarmið um meðal hóf ber eignarnema að stofna til takmarkaðra fremur en beinna eignar- réttinda dugi það til að ná þeim markmiðum sem að er stefnt með eignarnámi. e) Þýðing meðalhófs við val á færum leiðum Hér á eftir verður sjónum beint að álitaefnum um útfærslu fram- kvæmdar sem tekin hefur verið ákvörðun um að ráðast í á grundvelli almannahagsmuna. Þar vakna spurningar um val á staðsetningu hennar, svo sem mismunandi vegleiðum, eða tæknilegar útfærslur eins og hvort leggja skuli loftlínu eða jarðstreng til að styrkja raforku- flutningskerfið. Þess ber þó að gæta að þetta eru í mörgum tilvikum atriði sem huga þarf að mun fyrr í ferlinu, svo sem við gerð skipulags og mat á umhverfisáhrifum. Við umfjöllun á álitaefnum þessu tengdu er dómur Hæstaréttar frá 19. mars 2009 í máli nr. 425/2008 (Brekka í Núpasveit) stefnumarkandi. Eignarnámsþolar áttu jörðina Brekku í Öxarfirði. Næstu jarðir sunnan við hana voru í eigu íslenska ríkisins. Árið 2002 hóf Vegagerðin undir- búning að gerð Norðausturvegar um Öxarfjarðarheiði milli Öxarfjarðar og Þistilfjarðar. Þrír kostir lágu fyrir um legu vegarins, tveir um jörð eignarnámsþola en einn alfarið um land ríkisins. Ágreiningur reis um hvaða leið skyldi valin. Sveitarfélagið gaf út framkvæmdaleyfi til lagningar vegar um land eignarnámsþola og á þeim grundvelli beitti Vegagerðin eignarnámsheimild þágildandi vegalaga. Eignarnámsþolar höfðuðu dómsmál og kröfðust ógildingar framkvæmdaleyfis og ákvörðunar um eignarnám. Ógildingarkrafan byggði á nokkrum máls- ástæðum og þar á meðal þeirri að brotið hefði verið gegn meðalhófi með vali á veglínu og eftirfarandi eignarnámi. Um þá málsástæðu segir svo í forsendum Hæstaréttar: „Eignarréttur þeirra er varinn af 1. mgr. 72. gr. stjórnarskrárinnar, sem heimilar því aðeins skerðingu þess réttar að almenningsþörf krefji, en við mat á því verður að gæta meðalhófs. Ef unnt var með ásættanlegum hætti að ná markmiði þessarar framkvæmdar með því að leggja veginn um eigið land ríkisins bar stefnda Vegagerðinni að fara þá leið. [áherslubr. höfunda]
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.