Tímarit lögfræðinga - 01.04.2017, Blaðsíða 58
56
slíks er að fullnægjandi rannsókn á mögulegum kostum hafi áður
farið fram.
Í fyrrgreindum dómum Hæstaréttar í fjórum samkynja málum
sem vörðuðu lögmæti eignarnáms vegna styrkingar raforkuflutnings-
kerfis á Reykjanesi með svokallaðri Suðurnesjalínu 2 reyndi á þýðingu
rannsóknarreglunnar, sbr. dóma Hæstaréttar frá 12. maí 2016 í málum nr.
511, 512, 513 og 541/2015 (Suðurnesjalína 2). Af hálfu eignarnámsþola
höfðu ítrekað verið gerðar athugasemdir við ráðagerðir um að
leggja loftlínu og því lýst að jarðstrengur væri minna íþyngjandi
framkvæmdarkostur. Höfðu eignarnámsþolar andmælt gögnum
sem Landsnet hafði vísað til um nauðsyn línulagnar í lofti, lagt
fram gögn til að sýna fram á að jarðstrengur væri raunhæfur kostur
og rökstutt þörf á að kanna kostinn til þrautar áður en ráðist væri í
stórvægilegar aðgerðir. Byggt var á því að eignarneminn, Landsnet,
hefði ekki uppfyllt skyldu sína til rannsóknar á mismunandi fram-
kvæmdarkostum og að ráðuneytið hefði við töku ákvörðunar um
eignarnám ekki sinnt rannsóknarskyldu sinni, sbr. meðalhófsreglu
stjórnskipunarréttar og 10. gr. stjórnsýslulaga. Um þetta sagði í dómi
meirihluta Hæstaréttar:
„Þrátt fyrir þetta verður ekki séð af gögnum málsins að stefndi Landsnet hf.
hafi við undirbúning framkvæmdanna látið fara fram sérstaka athugun á
þeim möguleika að leggja jarðstreng vegna þeirrar línu sem hér um ræðir,
heldur hefur hann einkum vísað til almennra sjónarmiða um kosti og galla
slíkra strengja. Fékk ráðherra málefnið til sín í þessum búningi en lét eigi að
síður hjá líða að hafa forgöngu um að þetta atriði yrði sérstaklega athugað
áður en hann tók ákvörðun um að heimila eignarnám. Verður til að mynda
ekki með viðhlítandi hætti ráðið af gögnum eða flutningi málsins hvar
slíkur strengur gæti legið eða hver yrðu umhverfisáhrif hans og kostnaður
af lagningu hans eftir atvikum með tilliti til þjóðhagslegrar hagkvæmni,
sbr. 1. gr. raforkulaga. Við meðferð málsins fyrir dómi hafa stefndu heldur
ekki sýnt fram á að atvik séu með þeim hætti að líta beri fram hjá þessum
galla á meðferð málsins.“82
Af þessu verður ráðið að ábendingar og athugasemdir eiganda þess
lands, sem eignarnám beinist að, geta kallað á sérstaka rannsókn af
82 Í sératkvæði tveggja dómara var komist að þeirri niðurstöðu að eignarnámsákvörðun
væri lögmæt. Þar var vísað til þess að gerður hefði verið samanburður á lagningu loftlína og
jarðstrengja vegna fyrirhugaðrar framkvæmdar, meðal annars í matsskýrslu eignarnemans
Landsnets samkvæmt lögum nr. 106/2000. Þá hefðu eignarnámsþolar ítrekað fengið að
koma athugasemdum á framfæri og yrði ekki annað ráðið af gögnum málsins en að ráðherra
hafi fullnægt rannsóknarskyldu sinni samkvæmt 10. gr. stjórnsýslulaga áður en tekin var
ákvörðun um að veita Landsneti heimild til eignarnáms.