Tímarit lögfræðinga - 01.04.2017, Page 60
58
voru af því tilefni lögð fram frekari gögn sem vörðuðu meðal annars
möguleika á því að leggja Kröflulínu 4 og 5 í jörðu. Ráðuneytið aflaði í
kjölfarið umsagna Orkustofnunar og tiltekinna fyrirtækja á skýrslunni.
Um þetta sagði í forsendum dómsins:
„Dómurinn lítur svo á að með réttu lagi hefði þessi rannsókn átt að vera
hluti af samanburði á valkostum sem á að fara fram á fyrri stigum máls.
Umdeild framkvæmd var matsskyld skv. lögum nr. 106/2000, um mat á
umhverfisáhrifum, og í 9. gr. þeirra laga er kveðið á um að í frummatsskýrslu
framkvæmdaraðila skuli ávallt gera grein fyrir helstu möguleikum sem til
greina koma og umhverfisáhrifum þeirra. Auk þess er í núgildandi ákvæðum
raforkulaga kveðið á um að í framkvæmdahluta kerfisáætlunar skuli greining
valkosta útskýrð og rökstuddur sá kostur sem valinn er sbr. m.a. 2. tölul. 2.
mgr. 9. gr. a í lögunum. [áherslubr. höfunda]
Með rannsókn þeirri sem ráðuneytið hafði forgöngu um var leitast við
að bæta úr áðurlýstum annmarka á málsmeðferð. Er það mat dómsins að
þetta hafi verið gert með fullnægjandi hætti áður en umdeild ákvörðun
atvinnuvegaráðuneytisins var tekin, sbr. 10. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993.
Verður ákvörðun um eignarnám því ekki ógilt á grundvelli ófullnægjandi
rannsóknar málsins.“ [áherslubr. höfunda]
Þessa niðurstöðu verður óhjákvæmilega að skoða í samhengi við
niðurstöðu dóms Hæstaréttar frá 16. febrúar 2016 í máli nr. 575/2016
(framkvæmdaleyfi vegna Suðurnesjalínu 2) þar sem ógilt var fram kvæmda -
leyfi vegna Suðurnesjalínu 2. Þar var lögð til grundvallar sú niður -
staða fyrrgreindra dóma þar sem ákvörðun um eignarnám var felld
úr gildi, sbr. dóma frá 12. maí 2016 í málum nr. 511, 512, 513 og 541/2015
(Suðurnesjalína 2), að brotið hefði verið gegn rannsóknarreglu og meðal-
hófsreglu við skoðun valkosta. Í forsendum dómsins sagði:
„Sá annmarki á umhverfismati, sem leiddi til þess að leyfi Orkustofnunar
til áfrýjandans Landsnets hf. til að reisa og reka Suðurnesjalínu 2 var fellt úr
gildi og heimildir áfrýjandans til eignarnáms í þágu framkvæmdarinnar voru
ógiltar, voru enn fyrir hendi þegar áfrýjandinn Sveitarfélagið Vogar veitti
framkvæmdaleyfi það sem um er deilt í málinu. Umhverfisáhrifum jarð strengs
í samanburði við aðra framkvæmdarkosti hefur samkvæmt því ekki verið
lýst á fullnægjandi hátt og uppfylltu matsferlið og umhverfismatsskýrslan
því ekki þann áskilnað sem gerður er í lögum um mat á umhverfisáhrifum,
skipulagslögum og reglugerðum settum samkvæmt þeim. Samkvæmt því gátu
mats skýrsla Landsnets hf. um Suðurnesjalínu 2 og álit Skipulagsstofnunar um
skýrsluna ekki verið lögmætur grundvöllur undir ákvörðun sveitarfélagsins
um veitingu framkvæmdaleyfisins sem samkvæmt því var reist á röngum
lagagrundvelli. Úr þessum galla á umhverfismatinu hefur ekki verið bætt,