Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2017, Síða 60

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2017, Síða 60
58 voru af því tilefni lögð fram frekari gögn sem vörðuðu meðal annars möguleika á því að leggja Kröflulínu 4 og 5 í jörðu. Ráðuneytið aflaði í kjölfarið umsagna Orkustofnunar og tiltekinna fyrirtækja á skýrslunni. Um þetta sagði í forsendum dómsins: „Dómurinn lítur svo á að með réttu lagi hefði þessi rannsókn átt að vera hluti af samanburði á valkostum sem á að fara fram á fyrri stigum máls. Umdeild framkvæmd var matsskyld skv. lögum nr. 106/2000, um mat á umhverfisáhrifum, og í 9. gr. þeirra laga er kveðið á um að í frummatsskýrslu framkvæmdaraðila skuli ávallt gera grein fyrir helstu möguleikum sem til greina koma og umhverfisáhrifum þeirra. Auk þess er í núgildandi ákvæðum raforkulaga kveðið á um að í framkvæmdahluta kerfisáætlunar skuli greining valkosta útskýrð og rökstuddur sá kostur sem valinn er sbr. m.a. 2. tölul. 2. mgr. 9. gr. a í lögunum. [áherslubr. höfunda] Með rannsókn þeirri sem ráðuneytið hafði forgöngu um var leitast við að bæta úr áðurlýstum annmarka á málsmeðferð. Er það mat dómsins að þetta hafi verið gert með fullnægjandi hætti áður en umdeild ákvörðun atvinnuvegaráðuneytisins var tekin, sbr. 10. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Verður ákvörðun um eignarnám því ekki ógilt á grundvelli ófullnægjandi rannsóknar málsins.“ [áherslubr. höfunda] Þessa niðurstöðu verður óhjákvæmilega að skoða í samhengi við niðurstöðu dóms Hæstaréttar frá 16. febrúar 2016 í máli nr. 575/2016 (framkvæmdaleyfi vegna Suðurnesjalínu 2) þar sem ógilt var fram kvæmda - leyfi vegna Suðurnesjalínu 2. Þar var lögð til grundvallar sú niður - staða fyrrgreindra dóma þar sem ákvörðun um eignarnám var felld úr gildi, sbr. dóma frá 12. maí 2016 í málum nr. 511, 512, 513 og 541/2015 (Suðurnesjalína 2), að brotið hefði verið gegn rannsóknarreglu og meðal- hófsreglu við skoðun valkosta. Í forsendum dómsins sagði: „Sá annmarki á umhverfismati, sem leiddi til þess að leyfi Orkustofnunar til áfrýjandans Landsnets hf. til að reisa og reka Suðurnesjalínu 2 var fellt úr gildi og heimildir áfrýjandans til eignarnáms í þágu framkvæmdarinnar voru ógiltar, voru enn fyrir hendi þegar áfrýjandinn Sveitarfélagið Vogar veitti framkvæmdaleyfi það sem um er deilt í málinu. Umhverfisáhrifum jarð strengs í samanburði við aðra framkvæmdarkosti hefur samkvæmt því ekki verið lýst á fullnægjandi hátt og uppfylltu matsferlið og umhverfismatsskýrslan því ekki þann áskilnað sem gerður er í lögum um mat á umhverfisáhrifum, skipulagslögum og reglugerðum settum samkvæmt þeim. Samkvæmt því gátu mats skýrsla Landsnets hf. um Suðurnesjalínu 2 og álit Skipulagsstofnunar um skýrsluna ekki verið lögmætur grundvöllur undir ákvörðun sveitarfélagsins um veitingu framkvæmdaleyfisins sem samkvæmt því var reist á röngum lagagrundvelli. Úr þessum galla á umhverfismatinu hefur ekki verið bætt,
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.