Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2017, Side 62

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2017, Side 62
60 5. NIÐURSTÖÐUR 5.1 Samantekt Svo sem nánar er útlistað í inngangi þá er ætlunin með grein þessari að fjalla um ákvörðun um eignarnám, þann undanfara sem slík ákvörðun á að lögum og þau margþættu skilyrði sem þurfa að vera uppfyllt til þess að menn verði sviptir eignarréttindum sínum að gættum þeim „girðingum“ sem 2. málsliður 1. mgr. 72. gr. stjórnarskrár setur. Í greininni er eignarnámsferlið greint í þrjá þætti: eignarnámsákvörðun, bótaákvörðun og framkvæmd eignarnáms. Sjónum hefur verið beint að fyrsta þættinum og um margt þeim þýðingarmesta þar sem að áskilnaðurinn um almenningsþörf og lagaheimild hefur verið í forgrunni. Í öðrum kafla er fjallað um hvað teljist til eignarnáms. Svo sem þar kemur fram er í greininni lagt til grundvallar að hugtakið feli í sér þá aðstöðu að maður sé sviptur eignarréttindum sínum á grundvelli sérstakrar lagaheimildar í þágu almannahagsmuna gegn greiðslu bóta. Með því að byggja á þeim þrengri skilningi varð þó ekki undan því vikist að fjalla um aðrar bótaskyldar eignarskerðingar, sem og þær almennu takmarkanir á eignarrétti sem menn þurfa að þola bótalaust enda gegnir sú umfjöllun þýðingarmiklu hlutverki við afmörkun eignarnámshugtaksins. Er nánar fjallað um þetta í kaflanum en jafnframt vikið að því að inntak þeirra eignarréttinda sem eignarnám tekur til getur verið mismunandi. Loks eru reifuð sjónarmið sem lúta að því hvort eignarnám feli jafnan í sér varanlega og óafturkræfa yfirfærslu þeirra eignarréttinda sem það tekur til. Skilyrðin um almenningsþörf og lagaheimild eru svo tekin til nánari skoðunar í þriðja kafla auk þess sem fjallað er um endur- skoðunarvald dómstóla, sem á liðnum áratugum hefur þróast á þann veg að þeir telja sig ekki aðeins bæra til þess að endurskoða sérhvern þátt stjórn valdsákvörðunar um beitingu eignarnáms heldur taka jafnframt til skoðunar efnislegt mat löggjafans að tilteknu marki, sbr. t.d. dóm Hæstaréttar frá 15. nóvember 2012 í máli nr. 60/2012 (Hverfisgata). Þá er í kaflanum fjallað nánar um merkingu hugtaksins almenningsþörf og hvort almennir og þá eftir atvikum víðtækir samfélagslegir hagsmunir verði jafnan að búa að baki framkvæmd, svo sem þannig að eignarnám geti ekki átt sér stað í því skyni að tryggja einstaklingsbundna hags- muni. Þeirri spurningu er svarað neitandi og er sú ályktun meðal annars byggð á dómum Hæstaréttar frá 15. október 2015 í máli nr. 306/2015 (umferðarréttur við Laugaveg II) og 15. nóvember 2015 í máli nr. 173/2015 (Hestamannafélagið Funi). Þá er í kaflanum fjallað nánar um þann mun
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.