Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2017, Qupperneq 70

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2017, Qupperneq 70
68 ÁKVÖRÐUN UM EIGNARNÁM Ásgerður Ragnarsdóttir, hæstaréttarlögmaður LL.M og aðjúnkt við lagadeild HÍ og Karl Axelsson, hæstaréttardómari og dósent við lagadeild HÍ. Útdráttur: Samkvæmt 72. gr. stjórnarskrárinnar má engan skylda til að láta eign sína af hendi nema almenningsþörf krefji, lagaheimild sé til staðar og fullt verð komi fyrir. Í greininni er sjónum beint að eignarnámsákvörðuninni sjálfri, aðdraganda hennar og þeim skilyrðum sem þurfa að vera uppfyllt til að unnt sé að taka slíka ákvörðun. Fjallað er um eðli eignarnámsákvörðunar, þá sem fara með ákvörðunarvald í einstökum tilvikum og þær formkröfur sem gerðar eru til slíkra ákvarðana meðal annars með hliðsjón af reglum stjórnsýsluréttarins. Lögð er áhersla á hið efnislega mat stjórnvalda, en kröfur dómstóla í þeim efnum hafa skýrst á síðastliðnum árum samhliða þróun í átt að rýmra endurskoðunarvaldi dómstóla. Kröfur um almenningsþörf og meðalhóf, sem dómstólar hafa talið geta ráðið úrslitum um lögmæti ákvörðunar um eignarnám, eru þar í forgrunni. Í greininni er bent á að í sumum tilvikum sé misbrestur á því að eignar- náms heimildir séu eins skýrar og fyrirvaralausar og kostur er. Getur það kallað á vafa við túlkun og frekari vandkvæði. Þá eru þess dæmi að ákvörðunarvald um eignarnám sé í höndum eignarnemans sjálfs, en réttast er með hliðsjón af réttaröryggissjónarmiðum að slík ákvörðun sé tekin af öðru stjórnvaldi sem tengist ekki þeirri framkvæmd sem um ræðir. Fjallað er um merkingu hugtaksins almenningsþörf og ályktað af dómaframkvæmd að ekki sé gerð fortakslaus krafa um að framkvæmd þjóni almenningi í víðtækri merkingu. Þannig getur eignarnám farið fram til að tryggja hagsmuni tiltekinna aðila eða afmarkaðs hóps, en í slíkum tilvikum sé mat á því hvort gætt hafi verið að skilyrðum um almenningsþörf og meðalhóf sérstaklega strangt. Sjá má af dómaframkvæmd síðustu ára að meðalhófsreglan leikur lykilhlutverk við mat á öllum þáttum eignarnámsákvörðunar, svo sem tímasetningu, umfangi og mati á því hvort eignarnám teljist nauðsynlegt. Í nýlegum dómum má sjá athyglisvert samspil meðalhófs við rannsóknarskyldu í aðdraganda eignarnámsákvörðunar, þar sem skortur á rannsókn mismunandi valkosta á undirbúningsstigi getur leitt til ógildingar ákvörðunar um eignarnám þar sem eignarnemi getur ekki sýnt fram á að meðalhófs hafi verið gætt. Ályktað er að sá hluti eignarnámsákvörðunar sem sé undanskilinn endurskoðunarvaldi dómstóla sé afar takmarkaður og að samhliða rýmkuðu endurskoðunarvaldi megi sjá auknar kröfur til eignarnámsákvörðunar, bæði hvað varðar form og efni. Þá er bent á að sú lagaumgjörð sem felst í lögum nr. 11/1973 um framkvæmd eignarnáms sé barn síns tíma og hafi það verulega óvissu í för með sér, svo sem um tímasetningu eignarnáms, sem skaði bæði hagsmuni eignarnemans og eignarnámsþola.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.