Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2017, Side 76

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2017, Side 76
74 að vinna lagafrumvarp þessa efnis. Það var lagt fram á Alþingi 2. desember 2015 og hlaut skjóta afgreiðslu. Í framhaldi af fyrstu umræðu var því vísað til allsherjar- og menntamálanefndar sem kallaði eftir umsögnum fjölmargra sem láta sig málefnið varða.7 Frumvarpið var afgreitt úr nefndinni 8. mars 2016 án þess að gerðar væru á því efnislegar breytingar.8 Frumvarpið var síðan samþykkt 18. mars 2016 og varð að lögum nr. 23/2016, um breytingu á almennum hegningarlögum, nr. 19/1940 (Samningur Evrópuráðsins um forvarnir og baráttu gegn ofbeldi gegn konum og heimilisofbeldi). Lögin tóku gildi 5. apríl 2016. Í þessari grein er rakinn aðdragandi og forsendur ákvæðis um ofbeldi í nánum samböndum, sjónarmiðin að baki því, tilgangur þess og markmið, auk þess sem gerð er grein fyrir efni þess. Rakin er þróun innlendrar löggjafar á þessu sviði fram til þess að ákvæðið var lögfest. Fjallað er um hliðstæð ákvæði í sænskri og norskri löggjöf, en íslenska ákvæðið tekur mið af samsvarandi ákvæði í norskum hegningarlögum. Þá er horft til íslenskrar dómaframkvæmdar í málum, þar sem sakfellt hefur verið fyrir ofbeldi í nánum samböndum, og skoðað sérstaklega hvort hin nánu tengsl hafi haft þýðingu við ákvörðun refsingar. Þótt dómar þessir hafi fallið fyrir gildistöku laga nr. 23/2016 geta þeir haft þýðingu fyrir túlkun og framkvæmd laganna. Áður en lengra er haldið þykir rétt að víkja stuttlega að notkun orða. Í texta 4. gr. laga nr. 23/2016, sbr. nú 218. gr. b almennra hegningarlaga nr. 19/1940 (hgl.), kemur hvorki fyrir orðasambandið „ofbeldi í nánum samböndum“ né orðið „heimilisofbeldi“. Í greinargerð, sem fylgdi frumvarpi því er varð að lögum nr. 23/2016, er aðallega notað orðasambandið „ofbeldi í nánum samböndum“ til að lýsa þeirri háttsemi sem 218. gr. b leggur refsingu við. Iðulega fylgir orðið „heimilisofbeldi“ strax á eftir innan sviga.9 Í þessari grein er að jafnaði notað orðasambandið „ofbeldi í nánum samböndum“ þar sem það þykir lýsa háttseminni betur en orðið „heimilisofbeldi“ sem er fullþröngrar merkingar sé tekið mið af efnisinntaki 218. gr.b. Nánar er vikið að þessari notkun orða síðar í greininni og hvernig hún hefur þróast. 7 Samtals níu efnislegar umsagnir bárust. Frá Barnaheillum, Barnaverndarstofu, Héraðs- saksóknara, Jafnréttisstofu, Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, Lögreglustjóranum á Suðurnesjum, Lögreglustjórafélagi Íslands, Mannréttindaskrifstofu Íslands og Umboðs- manni barna, sbr. 401. mál, 145. löggjafarþing (2015–2016). 8 Álit allsherjar- og menntamálanefndar með breytingartillögu er að finna á þskj. 987, 401. mál, 145. löggjafarþing (2015–2016). 9 Til nánari skýringar má nefna sem dæmi heiti 3. kafla greinargerðarinnar: Ofbeldi í nánum samböndum (heimilisofbeldi).
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.